miðvikudagur, 15. apríl 2009

Skort-hugsun

Sjálfstæðiflokkurinn hefur tekið í notkun orð eða hugtak í kosningabaráttunni og tengt það við úthlutun aflaheimilda. "ATVINNURÉTTINDI" er orðið sem þeir tönnlast á.

Einhverra hluta vegna telja stuðningsmenn frelsis til athafna, að hugtakið "atvinnuréttindi" hafi eitthvað með fiskinn í sjónum að gera.

Eigir þú bát vilja Sjálfstæðismenn að þú eigir þau einkaréttindi að veiða fisk úr sjó.

Eigir þú byggingakrana vilja Sjálfstæðismenn að aðrar reglur gildi!

Að veiða fisk, er ekkert öðruvísi en önnur verk sem þarf að framkvæma. Þeir sem hafa þekkingu til að veiða fisk, skipstjórar, stýrimenn, vélstjórar og sjómenn hafa sín ATVINNURÉTTINDI og þekkingu sem ekki verður tekin frá þeim. Að mixa atvinnuréttindum inn í umræðu um EIGNARRÉTT á auðlindum er fáránlegasta rökvilla kosningabaráttunar.... og undarlegt að ekki nokkur frambjóðandi FRELSINS skuli hafa gert sér grein fyrir þessari heimsku í sínum herbúðum.

...og undarlegt að ekki nokkur mótframbjóðandi skuli hafa bent á þennan skort á hugsun.

...og ennþá hefur enginn rökstudd efnislega hvernig "SJÁVARÚTVEGURINN HRYNUR" við breytingar á úthlutun aflaheimilda.... þá er ég að tala um EFNISLEGA.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég sammála þér. Það þyrfti alvöru fréttamenn að rekja upp þessa rakalausu þvælu sem kjósendum er boðið upp á. Einnig sú sjálfsagða krafa þjóðarinnar að endurskoða stjórnarskránna er hafnað af þessum skríl á þinginu. Í nafni lýðræðisins?? Nei í nafni kvótakónganna. Mjöög sterks valdahóps innan FLokksins og þarafleiðandi sterks valdahóps hins Gamla Íslands. Stærsta auðlindin, fjöreggið, orðið að margra ára skuldaklafa á þjóðinni, og það eru "réttindin" okkar að greiða það upp.

Björgvin Valur sagði...

Alveg sammála þér.

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg frábært blogg.
Ekki hafði ég hugmyndaflug í að átta mig á hvað þetta raus um atvinnuréttindin er fáránlegt.
Það er ljóst að spunameistarar LÍÚ eru nokkuð klókir.
En betur sjá augu en auga, bloggheimur með miklum fjölda skarpra einstaklinga er að verða öllum lygamörðum yfirsterkari.

Króna/EURO