þriðjudagur, 28. apríl 2009

Í snertingu við svínaflensuna

Solla samstarfskona mín knúsaði mig í morgun. Það var notalegt.

....alveg þangað til hún tilkynnti mér alveg nú nýverið að hún hefði knúsað hana Nínu í kaupfélaginu, sem kom víst frá Mexíkó í gær eða fyrradag.

Hélt ég væri svo einangraður hér úti á landi... krossa nú fingur um leið og ég vona að heimkoma Nínu hafi ekki í för með sér svínaflensufaraldur á Fljótsdalshéraði.

2 ummæli:

Heiða samstarfskona sagði...

Úr vinnu með ykkur NÚNA þannig að þið smitið ekki okkur hin...

Nafnlaus sagði...

Oink oink... kveðja Nína

Ps Doksi sagði að ég væri ekki með svínaflensuna, óþarfi að hafa miklar áhyggjur!

Króna/EURO