miðvikudagur, 8. september 2010

Vísindamenn í LÍÚ

LÍÚ er áhrifamestu og fámennustu hagsmunasamtök á Íslandi. Þau eru einu hagsmunasamtökin nú á dögum sem virðast geta hafa slíkt hreðjatak á stjórnvöldum að undrum sætir. Í LíÚ er nokkrir tugir vindlatottandi útgerðarmanna sem telja það að fiskveiðar séu flóknari en eldflaugavísindi og að hugsanlega muni þær leggjast af ef tekjur af þeim renna í fleiri vasa.

Íslenskir fjölmiðlar eru svo sólgnir í að birta auðvelt fengið efni, að þeir hafa óafvitandi gert LÍÚ að einum fárra máttarstólpa íslensks samfélags.

Ég leyfi mér að efast um að ráðandi öfl innan LÍÚ telji fleiri kvikindi en félag Íslenskra bólstrara.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nauðsynlegt að vekja athyglis á þessu, og gleður mig mikið að þú takir þetta upp og Jón Baldvin...

Það er nauðsynlegt að fólk viti að þegar er verið að bjóða þeim að samningaborðinu er verið að bjóða einhverjum stærstu styrkhöfum flokkanna, og eiginhagsmunaseggjum sem láta sér þjóðina lítt varða

Nafnlaus sagði...

Hvað telur Félag Íslenskra Bólstrara mörg kvikindi?
Annars er ég sammála þér að öðru leyti.LÍÚ hefur væntanlega í árdaga stúderað lobbýisma í USA. Sjáum hve NRA (national rifle association)hafa mikið tak á löggjafanum þar.
Þegar maður pælir í þessum málum þá kemst maður ekki hjá því að álykta að mútur tíðkist í þessum geira. Það er ekkert eðlilegt hve þingmenn oft ganga gegn hagsmunum heildarinnar og gera eyðileggja oft sinn eigin trúverðugleika í leiðinni.
Ég hygg að í framtíðinni verði breyting þar á. Bloggheimar eru óðum að verða fjórða valdið og þá geta spilltir þingmenn ekki flúið fortíðina.

Nafnlaus sagði...

Þetta eru líka þau hagsmunasamtök sem Íslendingar reiða sig hvað mest á. Yfir 60% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar koma í gegnum fiskveiðar. Gegnum gjaldeyrisöflun kaupa síðan Íslendingar alls kyns vörur s.s. Lyf, samgöngutæki, mat, eldsneyti og fleiri hluti.

Það væri í besta falli óábyrgt að láta þessa lífæð þjóðarinnar í hendur ríkisins. Þjóðin og ríkið er nefninlega ekki það sama. Þjóðin er allt fólkið í landinu, en ríkið er hins vegar fámenn klíka fólks, sem hefur líklega enn meiri völd en LÍÚ, og er hugsanlega enn fámennari.

Af tvennum kostum, þa held ég að flestir vildu heldur að LÍU, sem hefur þekkingu og reynslu af því að ná sem mestum verðmætum út úr fiskveiðum, heldur en til ríkisins, sem hefur í gegnum tíðina verið hvað helst þekkt fyrir að fara fram úr áætlunum, klúðra einföldum hlutum og koma sér vel fyrir við að gera ekki neitt.

Einar sagði...

Mjög mikilvægt er að benda á að við reiðum okkur ekki á hagsmunasamtökin LÍÚ heldur auðlind sjávar og atvinnugreinina fisk.

Fiskveiðar eru þekkt stærð sem kallar á fley og veiðarfæri. LÍÚ er ekki nauðsynleg breyta.

LÍÚ eru ekki samtök mynduð um að kaupa nauðsynjavörur, heldur til að hámarka tekjur þeirra útvegsmanna sem fyrir eru í greininni.

Á þessar rökvillur neyðist ég til að benda þér á Nafnlaus nr. 3

mbk
Einar

Króna/EURO