laugardagur, 24. ágúst 2013

Að þegja eða segja

Ég vil þakka sumarstarfsmanni á leikskóla í Reykjavík fyrir að hafa hugrekki til að greina frá vinnubrögðum og meintu ofbeldi einstakra starfsmanna sem gætu varðað við barnaverndarlög. Þetta hugrekki sumarstarfsmannsins eigum við öll að taka til fyrirmyndar – ekkert okkar á að láta ofbeldi gagnvart börnum líðast, við eigum alltaf að segja frá,  það er ekki okkar að dæma hvað er á gráu svæði heldur yfirvalda.

Sumarstarfsmaðurinn gerði hið eina rétta, alveg óháð framvindu mála sem hefur orðið í kjölfarið. Ég efast þó um að stjórnsýsla borgarinnar hefðu unnið málin með þessum hætti ef um leikskóla í eigu borgarinnar hefði verið að ræða.

Fjölmiðlar gegna líka sínu hlutverki, og verða í umræddu tilviki til þess að stjórnsýslan tekur málið föstum tökum. Tryggt er að börnin njóta vafans, því jú enginn annar á að njóta vafans.

Allt of margir hafa þagað æsku barna í hel undanfarna áratugi. Hjartagóðar manneskjur hafa horft upp á viðurstyggilega hluti og ekki tilkynnt um það, og þannig orðið að þegjandi vitorðsmönnum. Þarna er hægt að nefna Landakot og Breiðuvík sem dæmi.

Breytt: Við hjónin höfum staðið frammi fyrir því að okkur var sagt frá hugsanlegri vanrækslu barns okkar á leikskóla. Þær upplýsingar fengum við eftir á, þegar full seint var í rassinn gripið.

Aukaorð: Ritað kl. 20:30 24.8.2013. Það leiðréttist hér með að það sem stóð neðarlega í þessari færslu um að fjölmiðlar hafi ekki sagt frá sýknudómi var rangt. Fjallað var um það, og vitnað í dómsorð. Inntak mitt sem ég tel þarft - um að ef einhvern grunar að ofbeldi eða vanræksla eigi sér stað þá á hinn sami að láta vita

3 ummæli:

Sigrún Hauks sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Sigrún Hauks sagði...

Ég er sammála þér Einar. En.... mér fannst framkvæmdin fáránleg. Hvorki starfsmenn né foreldrar fengu að vita af málinu fyrr en í fjölmiðlum, sem mér finnst fáránlegt. Ég hefði ekki viljað frétta af hugsanlegu ofbeldi á leikskóla barnsins míns á þennan hátt. Núna vona ég að málið fá eðlilega meðferð og þetta upplýsist sem fyrst.

Nafnlaus sagði...

1xbet Review 2021 : 100% Welcome Bonus up to €500
To begin betting on your favourite sports, you need to deposit ミスティーノ and activate a virtual sports 1xbet betting account and at least 카지노 100% deposit on your first deposit. In addition,

Króna/EURO