föstudagur, 23. ágúst 2013

EGS - KEF - OSL

Lítum aðeins á landslagið sem verður til þegar og ef Reykjavöllurflugvöllur verður aflagður. Líklegast er hagkvæmast að byggja ekki annan flugvöll þar sem áhöld eru um gæði flugvallarstæða og landrými ekki nægjanlegt í höfuðborginni. Landakaup, hönnun, framkvæmdir og umferðarframkvæmdir myndu hlaupa á tugum milljarða. Við skulum heldur ekki horfa framhjá þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg gæti þurft að borga tugi milljarða til að bæta ríkinu mannvirkin, skv. skipulagslögum.

Þess vegna yrði þjóðhagslega hagkvæmast að nýta Keflavíkurflugvöll til innanlandsflugs. Þar gætu þjóðfélaginu sparast verulegur fjöldi milljarða og t.a.m. væri hægt að leggja niður nokkurn fjölda starfa í kjölfar góðrar hagræðingar.

Erlendir flugfarþegar gætu tekið beint tengiflug út á land, og gæti sala gistirýma á landsbyggðinni stóraukist til erlendra ferðamanna. Íbúar landsbyggðarinnar sem þurfa að ferðast erlendis munu geta sparað sér umtalsverða fjármuni og lestað sig samdægurs á erlendar flugleiðir. Hagræðið er ansi mikið. Fullt fargjald Egilsstaðir-Reykjavík-Egilsstaðir er verðlagt á um 45.000 kr. og því nauðsynlegt að stuðla að samkeppni á þessu sviði af hálfu stjórnvalda.

Til að leysa kröfu landsbyggðarinnar um aðgang að neyðarþjónustu spítalanna þyrfti að koma á fót neyðarþyrluþjónustu þar sem tiltækar þyrlur yrðu að vera til staðar í öllum landshlutum.  Engar þyrlur eru staðsettar á landsbyggðinni og flugtími þeirra frá Reykjavík í neyðartilfellum er óásættanlegur. Úr því yrði betri viðbragðstími, einnig gagnvart íslenskum sjómönnum sem yrkja sjóinn. Sérstök þylulæknadeild þyrfti væntanlega að þjónusta þyrlurnar með sólarhringsvakt í hverjum landshluta. Sjái sérfræðingar í heilbrigðismálum ekki fram á að neyðarþyrluþjónusta yrði nógu skilvirk væri flutningstími sjúklinga á góðan spítala ekki nógu stuttur. Þá værum við í þeirri stöðu að byggja þyrfti nýjan spítala í Reykjanesbæ sem þjónustað gæti Reykjanesið og landsbyggðina. Þetta myndu Suðunesjamenn ekki gráta, og gæti verið nýtt tækifæri í atvinnusköpun á þeirra svæði – væri eins konar brotthvarf frá borgríkisþróun undanfarinna áratuga.
Einnig er fyrirsjáanlegt að ný flugfélög sæu sér hag í að bjóða upp á innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli, enda fyrirkomulag þannig að hægt er að leigja sér þar aðstöðu án nokkurra vandkvæða. Samkeppni gæti komist á í innanlandsflugi, og fargjöld lækkað. Almenningssamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur yrðu skilvirkari í kjölfar fjölgun farþega í kjölfar innanlandsflugs, og þess myndu íbúar Reykjavíkur og Suðurnesja njóta.

Niðurlagning Reykjavíkurflugvallar gæti með þessum formerkjum orðið gríðarlegt tækifæri fyrir landsbyggðina.

Það er mér allavega til efs, að það væri nokkurn tímann réttlætanlegt að byggja nýjan innanlandsflugvöll svo nærri Keflavíkurflugvelli með þessi tækifæri til hliðsjónar.


Ég reyndar vill persónulega hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er vegna þess að ég hef hingað til sótt meira til Reykjavíkur en útlanda, og mér finnst þægilegt að lenda í miðri borg. Fjölskyldu minnar vegna vil ég að neyðarþjónustan sé aðalatriði þegar ákvarðanir eru teknar.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef Reykjavíkurflugvöllur yrði lagður niður, gæti etv. þurft að endurskilgreina hlutverk Reykjavíkur í samfélaginu.

Etv. gæti þetta orðið til þess að Reykjavík myndi missa sæmdartitilinn; höfuðborg Íslands.

Myndi Reykjavíkurflugvöllur fara, þá myndi koma upp hávær krafa í landinu um að það margar af þeim þjónustustfonunum sem eru í Reykjavík, auk opinberra stofnana, ráðuneyta, og jafnvel hluta af háskóla- og menningarstarfsemi, yrði flutt þaðan og út á land.

Að auki gæti ferðamannstraumurinn þangað minnkað eitthvað, sem og ráðstefnuhald og menningarviðburðið, og þetta færast út á land.

Að auki gæti komið upp sú krafa að hætt yrði við að byggja nýtt hátæknisjúkrahús í miðri Reykjavík, og það byggt í staðinn annars staðar þar sem aðgengi landsmanna yrði betra, t.d. í Reykjanesbæ, en þar er til nóg af lausu húsnæði á gamla varnarsvæðinu.

Stóri taparinn í þessu öllu saman gæti því orðið Reykjavíkurborg og íbúar hennar.

Nafnlaus sagði...

Alveg eins og Stokkhólm og Oslo með flugvöllur í næsta sveitarfélag

ngocnhung sagði...

Thanks for sharing, nice post! Post really provice useful information!

Giaonhan247 chuyên dịch vụ mua đồng hồ sale off trên amazon với chia sẻ kinh nghiệm mua nước hoa trên amazon hay chia sẻ kinh nghiệm mua hàng trên Amazon nhật cũng như kinh nghiệm mua đồng hồ trên amazon và hướng dẫn cách mua hàng trên ebay việt nam uy tín, giá rẻ.

Króna/EURO