mánudagur, 19. ágúst 2013

Góð lending.is

Ég er utan af landi og á þar fjölskyldu og vini. Ég vill að þetta fólk geti átt þess kost að lenda í farþegavél í Reykjavík og sótt þar þjónustu í nágrenninu, þ.á.m. neyðarþjónustu. Þess vegna hef ég skrifað undir undirskriftalista á lending.is

Ég veit að Gísli Marteinn getur þá ekki búið í Vatnsmýrinni og hjólað niður í Ráðhús. Það er talsverð fórn.

Ég veit að miðborgin gæti verið öflugri með íbúabyggð í Vatnsmýrinni, og að landsbyggðin væri öflugri flugvöll í Vatnsmýrinni.

Ég veit að mér kemur ekkert við hvað gert er í Reykjavík enda bý ég ekki í sveitarfélaginu þar sem mestu af opinberu skattfé er ráðstafað ár hvert.

Ég veit að ég hef valið að búa úti á landi og á ekki rétt á því að sækja þjónustu í höfuðborginni nema með meiri og meiri tilkostnaði og fyrirhöfn.

Ég veit að samkvæmt lögfræðilegu áliti þá bæri Reykjavíkurborg að greiða fyrir framkvæmd við nýjan flugvöll skv. bótarétti skipulagslaga – en ég veit ekkert hvað það myndi kosta marga tugi milljarða


.....samt ákvað ég nú að skrifa undir þennan blessaða lista.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lentu bara í Keflavík. Það geri ég.

Króna/EURO