Hæ ég heiti Einar. Það er búið að gefa út á mig veiðileyfi í Jökuldal. Er víst siðlaus, illviljaður og tala úr mórölsku hásæti - jú og ég var víst líka kallaður fífl.
Skrif mín í staðarblaðið um skemmtiatriði á þorrablóti sveitarinnar virðast hafa valdið uppnámi á nokkrum bæjum í Jökuldalnum. Einn bóndinn sagði mér að hann ætti spánýjan riffil sem færi svo illa með mig að ég yrði óþekkjanlegur á eftir. Þarf að keyra í gegnum sveitina seinni partinn á morgun á leið minni til Þórshafnar - þannig að bóndinn ætti að hafa séns á skjóta mig úr launsátri.
Hins vegar á ég á Jökuldal líka ágætis vini og kunningja - og trausta heimildamenn.
_______________
p.s. - Mun keyra fram hjá um kl. 17:15.
fimmtudagur, 6. mars 2008
Ísland viðurkenni Vestfirði
Datt í hug að fyrst Ísland er búið að viðurkenna Kosovo, hvort það væri ekki ágætt að næsta skref væri að viðurkenna Vestfirði. Það væri hægt að senda utanríkisráðherra þarna vestur, eða iðnaðarráðherrann þar sem hann hefur reynslu af ferðalögum til framandi landa.
________________________________________
....eða eigum við kannski að fjárfesta fyrir billjónir í orkuiðnaði í Kalíforníu áður en við getum skapað Vestfirðingum atvinnu?
________________________________________
Var að spá í að kaupa mér belju, en áttaði mig svo á að ég hef engan rétt á að fá greitt sama verð fyrir mjólkina úr henni og beljueigendur sem eiga "kvóta", þannig að ég hætti við.
________________________________________
....eða eigum við kannski að fjárfesta fyrir billjónir í orkuiðnaði í Kalíforníu áður en við getum skapað Vestfirðingum atvinnu?
________________________________________
Var að spá í að kaupa mér belju, en áttaði mig svo á að ég hef engan rétt á að fá greitt sama verð fyrir mjólkina úr henni og beljueigendur sem eiga "kvóta", þannig að ég hætti við.
miðvikudagur, 5. mars 2008
Tengdapabbi með betra lánstraust en Kaupþing?
Sko....
Tengdafaðir minn er þýskur og býr í Þýskalandi. Hann var að athuga með lán fyrir mig í Þýskalandi. Hann sagði mér að eðlilega gæti ég ekki tekið lán þar, en hann gæti tekið fyrir mig lán þannig að í hverjum mánuði myndi ég greiða honum og hann bankanum.
Já út úr athugun hans kom að hann gat fengið lán á 6,8% óverðtryggðum vöxtum. Honum fannst það frekar léleg kjör.
Í framhaldi af þessu fór ég að velta fyrir mér risaláni Kaupthings sem sagt var m.a. frá í fréttum RÚV í gær. Þar skildist mér að þeir tækju risalán á 7% vöxtum.
Fór þá að velta fyrir mér hvort tengdapabbi væri með betra lánstraust en Kaupthing. Fór líka að velta fyrir mér hvort ég ætti að bjóða Kaupþingi að tengdapabbi tæki fyrir þá lán.......
Tengdafaðir minn er þýskur og býr í Þýskalandi. Hann var að athuga með lán fyrir mig í Þýskalandi. Hann sagði mér að eðlilega gæti ég ekki tekið lán þar, en hann gæti tekið fyrir mig lán þannig að í hverjum mánuði myndi ég greiða honum og hann bankanum.
Já út úr athugun hans kom að hann gat fengið lán á 6,8% óverðtryggðum vöxtum. Honum fannst það frekar léleg kjör.
Í framhaldi af þessu fór ég að velta fyrir mér risaláni Kaupthings sem sagt var m.a. frá í fréttum RÚV í gær. Þar skildist mér að þeir tækju risalán á 7% vöxtum.
Fór þá að velta fyrir mér hvort tengdapabbi væri með betra lánstraust en Kaupthing. Fór líka að velta fyrir mér hvort ég ætti að bjóða Kaupþingi að tengdapabbi tæki fyrir þá lán.......
þriðjudagur, 4. mars 2008
Mér er sama - um Obama
Ég er einn af þessum "bændamoððerfokkerum" sem er alveg hjartanlega sama um 3ja mánaða langa prófkjörsbaráttu Obama og Clinton hinum megin við Atlantshafið.
Þó að tveir fréttaritarar RÚV í fullu starfi hafi það að atvinnu að fylgjast með prófkjörinu. Þá er mér sama um Obama.
Þó að tuttugu frábærustu bloggarar landsins bloggi um hvernig gekk í prófkjörsbaráttunni í fátækrahverfi í Alaska. Þá er mér sama um Obama.
Þó að Össur Skarphéðinsson sé staddur á miðjum vígvellinum að læra um hvernig rautt bindi fjölgar atkvæðum. Þá er mér sama um Obama.
Þó að mér sé sagt reglulega frá prófkjörinu í fjórum netfréttamiðlum, þremur dagblöðum og í Silfri Egils. Þá er mér sama um Obama
____________________________________
Þó að Clinton og þessi Obama
þeysi með "atkvæðasökker"
Þá er mér nokkuð sama
því ég er "bændamoððerfökker"
Þó að tveir fréttaritarar RÚV í fullu starfi hafi það að atvinnu að fylgjast með prófkjörinu. Þá er mér sama um Obama.
Þó að tuttugu frábærustu bloggarar landsins bloggi um hvernig gekk í prófkjörsbaráttunni í fátækrahverfi í Alaska. Þá er mér sama um Obama.
Þó að Össur Skarphéðinsson sé staddur á miðjum vígvellinum að læra um hvernig rautt bindi fjölgar atkvæðum. Þá er mér sama um Obama.
Þó að mér sé sagt reglulega frá prófkjörinu í fjórum netfréttamiðlum, þremur dagblöðum og í Silfri Egils. Þá er mér sama um Obama
____________________________________
Þó að Clinton og þessi Obama
þeysi með "atkvæðasökker"
Þá er mér nokkuð sama
því ég er "bændamoððerfökker"
mánudagur, 3. mars 2008
Seyðfirsk rómantík
Ég er einn af þeim sem vermdu sófann og horfði á Kaldaljós Hilmars Oddssonar í sjónvarpi Ríkisins í gærkveldi. Þar sást meðal annars einstök götumynd með Seyðisfjarðarkirkju í bakgrunni - og það besta er að þetta er allt saman raunverulega leikmynd sem kostar ekkert aukalega.
Ég fylltist austfirsku stolti þegar ég horfði á götumyndir Seyðisfjarðarbæjar í kvikmyndinni. Seinast var ég á Seyðisfirði á föstudag og dáðist þar að hversu vel Seyðfirðingar standa að viðhaldi á gömlum húsum. Þar sá ég að endurbætur standa yfir á að minnsta kosti tveimur eldri húsum og munu þau bætast í hóp þeirra fjölmörgu húsa á staðnum sem hljóta tilhlýðilega virðingu. Með færslunni birtist tilviljanakennd ljósmynd sem ég tók af einhverju húsi í firðinum. Einnig hengdi ég við mynd af kirkjunni tekna sama dag.
Seyðfirðingar þurfa reyndar ekki að kljást við lóðaskort undir verslunarmiðstöðvar og því freistar þeirra ekkert að láta húsin standa í niðurníðslu uns þau eru mörg hundruð milljón króna virði.
sunnudagur, 2. mars 2008
Borg í ríki, eða ríki í borg.....
Ég hallast ætíð meir að því að Ísland verði brátt borgríki. Það væri samt sem áður ekki lógískt af okkur að gerast slík þjóð. Borgríki verða til á auðlindasnauðum landsvæðum. Ísland er hins vegar ríkt af auðlindum og því skrítið að skilja þessa þróun.
Auðlindir sjávar hafa byggt okkur upp velferðarríki og höfuðborg sem getur boðið upp á frábæra þjónustu. Sveitir landsins hafa gefið okkur mjólk í grautinn og kjöt í soðið. Vatnsorkan hefur gefið rafmagnið og aukin lífsgæði. Hiti jarðar hefur gefið okkur hlý hús og líka rafmagn. Skrítið að landsbyggðinni vaxi ekki ásmegin automatískt við þessar aðstæðar. Við hljótum að vera að gera eitthvað rangt.
Ég vona að Ísland verði ekki borgríki - þó margt bendi til þess.
Auðlindir sjávar hafa byggt okkur upp velferðarríki og höfuðborg sem getur boðið upp á frábæra þjónustu. Sveitir landsins hafa gefið okkur mjólk í grautinn og kjöt í soðið. Vatnsorkan hefur gefið rafmagnið og aukin lífsgæði. Hiti jarðar hefur gefið okkur hlý hús og líka rafmagn. Skrítið að landsbyggðinni vaxi ekki ásmegin automatískt við þessar aðstæðar. Við hljótum að vera að gera eitthvað rangt.
Ég vona að Ísland verði ekki borgríki - þó margt bendi til þess.
laugardagur, 1. mars 2008
Að "heiðra" með nærveru
Ég horfði á arfaslaka Framara tapa auðveldlega fyrir Valsmönnum í bikarúrslitaleik handboltans í dag.
Ég horfði líka á Ólaf F. Borgarstjóra taka í hendur allra leikmanna fyrir leikinn. Ekki skrítið að Frömmurum hafi verið mislagðar hendur í kjölfarið.
Hefði ég verið í vinnu hjá HSÍ þá hefði ég látið það vera mitt fyrsta verk að hringja ekki í Ólaf til að biðja hann um að "heiðra" samkomuna með nærveru sinni.
Ég horfði líka á Ólaf F. Borgarstjóra taka í hendur allra leikmanna fyrir leikinn. Ekki skrítið að Frömmurum hafi verið mislagðar hendur í kjölfarið.
Hefði ég verið í vinnu hjá HSÍ þá hefði ég látið það vera mitt fyrsta verk að hringja ekki í Ólaf til að biðja hann um að "heiðra" samkomuna með nærveru sinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)