fimmtudagur, 6. mars 2008

Ísland viðurkenni Vestfirði

Datt í hug að fyrst Ísland er búið að viðurkenna Kosovo, hvort það væri ekki ágætt að næsta skref væri að viðurkenna Vestfirði. Það væri hægt að senda utanríkisráðherra þarna vestur, eða iðnaðarráðherrann þar sem hann hefur reynslu af ferðalögum til framandi landa.

________________________________________

....eða eigum við kannski að fjárfesta fyrir billjónir í orkuiðnaði í Kalíforníu áður en við getum skapað Vestfirðingum atvinnu?

________________________________________

Var að spá í að kaupa mér belju, en áttaði mig svo á að ég hef engan rétt á að fá greitt sama verð fyrir mjólkina úr henni og beljueigendur sem eiga "kvóta", þannig að ég hætti við.

Engin ummæli:

Króna/EURO