miðvikudagur, 5. mars 2008

Tengdapabbi með betra lánstraust en Kaupþing?

Sko....

Tengdafaðir minn er þýskur og býr í Þýskalandi. Hann var að athuga með lán fyrir mig í Þýskalandi. Hann sagði mér að eðlilega gæti ég ekki tekið lán þar, en hann gæti tekið fyrir mig lán þannig að í hverjum mánuði myndi ég greiða honum og hann bankanum.

Já út úr athugun hans kom að hann gat fengið lán á 6,8% óverðtryggðum vöxtum. Honum fannst það frekar léleg kjör.

Í framhaldi af þessu fór ég að velta fyrir mér risaláni Kaupthings sem sagt var m.a. frá í fréttum RÚV í gær. Þar skildist mér að þeir tækju risalán á 7% vöxtum.

Fór þá að velta fyrir mér hvort tengdapabbi væri með betra lánstraust en Kaupthing. Fór líka að velta fyrir mér hvort ég ætti að bjóða Kaupþingi að tengdapabbi tæki fyrir þá lán.......

Engin ummæli:

Króna/EURO