þriðjudagur, 4. mars 2008

Mér er sama - um Obama

Ég er einn af þessum "bændamoððerfokkerum" sem er alveg hjartanlega sama um 3ja mánaða langa prófkjörsbaráttu Obama og Clinton hinum megin við Atlantshafið.

Þó að tveir fréttaritarar RÚV í fullu starfi hafi það að atvinnu að fylgjast með prófkjörinu. Þá er mér sama um Obama.

Þó að tuttugu frábærustu bloggarar landsins bloggi um hvernig gekk í prófkjörsbaráttunni í fátækrahverfi í Alaska. Þá er mér sama um Obama.

Þó að Össur Skarphéðinsson sé staddur á miðjum vígvellinum að læra um hvernig rautt bindi fjölgar atkvæðum. Þá er mér sama um Obama.

Þó að mér sé sagt reglulega frá prófkjörinu í fjórum netfréttamiðlum, þremur dagblöðum og í Silfri Egils. Þá er mér sama um Obama

____________________________________

Þó að Clinton og þessi Obama
þeysi með "atkvæðasökker"
Þá er mér nokkuð sama
því ég er "bændamoððerfökker"

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert klárlega eitt af höfuðskáldum okkar Íslendinga! :)

Einar sagði...

Þakka þér fyrir meistari.

"Eitthvað snjallasta skáld samtímans." var skrifað aftan á ljóðabók mína....hehe

Króna/EURO