mánudagur, 3. mars 2008
Seyðfirsk rómantík
Ég er einn af þeim sem vermdu sófann og horfði á Kaldaljós Hilmars Oddssonar í sjónvarpi Ríkisins í gærkveldi. Þar sást meðal annars einstök götumynd með Seyðisfjarðarkirkju í bakgrunni - og það besta er að þetta er allt saman raunverulega leikmynd sem kostar ekkert aukalega.
Ég fylltist austfirsku stolti þegar ég horfði á götumyndir Seyðisfjarðarbæjar í kvikmyndinni. Seinast var ég á Seyðisfirði á föstudag og dáðist þar að hversu vel Seyðfirðingar standa að viðhaldi á gömlum húsum. Þar sá ég að endurbætur standa yfir á að minnsta kosti tveimur eldri húsum og munu þau bætast í hóp þeirra fjölmörgu húsa á staðnum sem hljóta tilhlýðilega virðingu. Með færslunni birtist tilviljanakennd ljósmynd sem ég tók af einhverju húsi í firðinum. Einnig hengdi ég við mynd af kirkjunni tekna sama dag.
Seyðfirðingar þurfa reyndar ekki að kljást við lóðaskort undir verslunarmiðstöðvar og því freistar þeirra ekkert að láta húsin standa í niðurníðslu uns þau eru mörg hundruð milljón króna virði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli