sunnudagur, 2. mars 2008

Borg í ríki, eða ríki í borg.....

Ég hallast ætíð meir að því að Ísland verði brátt borgríki. Það væri samt sem áður ekki lógískt af okkur að gerast slík þjóð. Borgríki verða til á auðlindasnauðum landsvæðum. Ísland er hins vegar ríkt af auðlindum og því skrítið að skilja þessa þróun.

Auðlindir sjávar hafa byggt okkur upp velferðarríki og höfuðborg sem getur boðið upp á frábæra þjónustu. Sveitir landsins hafa gefið okkur mjólk í grautinn og kjöt í soðið. Vatnsorkan hefur gefið rafmagnið og aukin lífsgæði. Hiti jarðar hefur gefið okkur hlý hús og líka rafmagn. Skrítið að landsbyggðinni vaxi ekki ásmegin automatískt við þessar aðstæðar. Við hljótum að vera að gera eitthvað rangt.

Ég vona að Ísland verði ekki borgríki - þó margt bendi til þess.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sé að verða? Þjóð þar sem 70% íbúa búa á ákveðnu þéttbýlissvæði er skilgreiningin á borgríki.

Við erum bara ekki búin að fatta það enn.

Króna/EURO