föstudagur, 13. febrúar 2009

Nú er ég fyrrverandi

Gerðist fyrrverandi Framsóknarmaður á fjórða tímanum í dag. Geri mér grein fyrir að líklegast hefur farið fé betra úr flokknum, en þar hef ég kynnst mörgu góðu fólki.

Tók reyndar lengri tíma að skrá mig af margs konar Facebook síðum sem tengjast starfi flokksins, nú hef ég lokið því verkefni.

Hlakka til að taka þátt í skemmtilegu starfi á nýjum vettvangi.

Einar.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkominn í hóp fyrrverandi:)
Við ættum kannski að stofna síðu á Fésbókinni, gæti orðið ansi fróðlegt:)
kv. Sigrún Jónsdóttir

Nafnlaus sagði...

Og hver er hinn nýji vettvangur?

Nafnlaus sagði...

...og ég sem hélt að það væru bara framapotarar, tækifærissinnar og ýmiskonar vitleysingar í Framsóknarflokknum. Ég sé það nú að ég hef haft rangt fyrir mér - einn og einn ærlegur þegn virðist hafa verið þar líka. (afsakið fordómana). Hjartanlega velkominn úr Framsókn !

Sveinbjörn sagði...

Sæll Einar á eftir að sakna þín
sá þig og heyrði á flokkþingi
framsóknarmanna
Gangi þér vel sem fyrrverandi
Sveinbjörn Ottesen

Nafnlaus sagði...

Ansi mörgum er alveg sams held ég :)

Nafnlaus sagði...

og hvað á þetta að þíða?

Nafnlaus sagði...

Hey varstu ekki bara í flokknum á Facebook?

Nafnlaus sagði...

Gratúlera!

Nafnlaus sagði...

Bregðast krosstré sem önnur tré.

Nafnlaus sagði...

Ánægður með að þú ert loksins búinn að sjá ljósið vinur. næst er að finna sér nýtt lið í enska boltanum þá ertu orðinn nokkurnvegin gallalaus.

Nafnlaus sagði...

Skil þig vel, þessi fyrrum flokkur þinn er furðuverk sem styður minnihlutastjórnina falli en þvælist fyrir nauðsynlegum verkum hennar við annað hvert fótmál og kvartar síðan yfir aðgerðaleysi hennar!
Enda sést það í könnunum að fylgið reytist af honum.

Króna/EURO