miðvikudagur, 15. apríl 2009

D-Genetics

Á meðan Sjálfstæðisflokkur missir allt nema sitt genetíska fylgi eru nokkrir dagar í kosningar. Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins er þónokkuð merkilegt og hefur afgerandi áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. Fylgi Sjallana virðist hafa færst á Ríkisstjórnarflokkana og á Borgarahreyfinguna í Reykjavík. Þónokkuð merkileg tíðindi, sem virðist ætla að gulltryggja hreina vinstristjórn eftir kosningar.

Eins lítið og mér hugnast hægri stjórn án viðspyrnu frá miðju - hugnast mér alls ekki vinstristjórn án nokkurrar viðspyrnu frá miðju. Og hana-nú.

...svo er spurning hvað gerist þegar í kjörklefana er komið. Ég spurði pabba minn Ben út í málið. Hann svaraði: "Þegar ég fór grautfúll í framboð fyrir Þjóðarflokkinn, þá kaus ég Sjálfstæðisflokkinn. Það var ekki hægt annað." - svona trygg geta atkvæði verið!

_____________________


....og það var eins og ég hugsaði í byrjun: Sjálfstæðismenn áttu að fórna fleiru en dauðri hænu á tröppum Valhallar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þið þarna í sveitinni viljið ekki fatta að liðið í Valhöll við Háaleitisbraut er alvörumafía - mafía er það og mafía skal það heita. það er ekki hægt að kjósa mafíuna, það er hægt að ganga í hana og blanda blóði við hina gangsterana og svona, en það er ekki hægt að kjósa hana, nei - og svo hitt að miðjan hefur færst til vinstri, jafnvel þótt miðjuflokkarnir verði eftir hægra megin og detti út af vegasaltinu
p

Nafnlaus sagði...

Ekki spurning að setja X við B. Þurfum aðhald frá miðjunni.

Króna/EURO