föstudagur, 17. apríl 2009

Að ríða á kjörstað....

Bíð eftir að grasið byrji að grænka - það er minn uppáhaldstími, ég elska að gefa hestunum græna grasnál í fyrsta sinn á vorin. Það fer að koma sá dagur, en kannski ekki alveg strax hér fyrir austan.

Er að spá í að fara ríðandi á kjörstað.....!!? Gæti verið soldið kúl?? Lopapeysa og íslenskir gæðingar og gagnslaust atkvæði - eitthvað íslenskara en það?! Einhver með í hópreið á kjörstað?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú setur nú X við B:)

Nafnlaus sagði...

Það fæst ábyggilega engin k... til þess?

Nafnlaus sagði...

Hljómar spennandi en ég á ekki hest, því miður. Styð þig þó í þessu.

Nafnlaus sagði...

Virkjanaandstæðingar hljóta að fara annað hvort ríðandi eða gangandi allra sinna ferða og á seglskipum á milli landa.

Nei, annars, þeim finnst allt í lagi að nota olíu.

Króna/EURO