þriðjudagur, 29. apríl 2008

Egilsstaðabréf

Það er slydda á rúðunni sem lekur niður. Hún breytist í vatn á eftir.

Það er gæs á túninu í góðu skotfæri. Hún er góð á bragðið nýkomin frá Skotlandi.

Það er þungskýjað.

Það er áburður í kantinum, 68% dýrari en í fyrra.

Það er Cheerios á disknum, súrmjólk í ísskápnum og bensínlaus Toyota í bílskúrnum.

.....og svo kemur sólin upp á undan í Færeyjum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blús.

Króna/EURO