þriðjudagur, 8. apríl 2008

Melavellir?

Í morgun færðist ég einu skrefi nær því að verða Óðalsbóndi innan 45 ára. Þá var gengið frá kaupum okkar hjúa á jarðskika á Völlum á Héraði. Ekki slæmt, 21 hektari - og allt að gerast. Þar ætlum við svo að leyfa hestum okkar að bíta gras og byggja okkur draumahöll, helst fyrir árið 2040.

Það er margt sem fer í gegnum huga verðandi óðalsbónda. Hvað kostar tildæmis stykkið af girðingarstaur? Hvað kostar meterinn af rafgirðingavír? Er þjóðfélagið að fara til andskotans? Já sama spurningin dúkkar alltaf upp þótt maður sé ánægður. :)

Við vorum að spá í nafni á skikann, fyrst datt mér í hug að nefna hann Gler. Þá yrðu hross fædd þar frá Glerjum. Það fékk engann hljómgrunn. Svo datt mér í hug Melavellir, það væri fín nafngift, þarna er Melur og þetta er í gamla Vallahreppi. Melavellir - já ég mun berjast fyrir því.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta, (ná)granni!

Axel Jón sagði...

Til hamingju með Melavellinanana. Þú ert ekkert að grínast. Tókstu myndkörfuna? Ha. Kveðja, Axel

Króna/EURO