fimmtudagur, 10. apríl 2008

Ég er ekki að upplifa heimsendi

Þó að margir spái heimsendi vegna hlýnunar jarðar þá er óvenju þungur vetur vonandi að klárast hér eystra. Meiri ófærð og snjóþyngsli en hefur verið undanfarin 15 ár dúkkar nú uppi á sama ári og ég hélt að Vatnajökull myndi bráðna og Seltjarnarnes færi í kaf undir sjó.

Nei þá snjóar sem aldrei fyrr og snjóruðningssjóðir Vegagerðarinnar tæmast. Það er að koma sumardagurinn fyrsti og enn keyri ég í gegnum snjógöng á leið minni til vinnu á morgnanna. Samt er búið að byggja álver í bakgarðinum hjá mér sem ég hélt að myndi stuðla að snjóléttari vetrum og lægri hitunarkostnaði. Ég sem ætlaði að hafa hag af hlýnun jarðar - en ekkert bólar á áhrifunum.

8 ummæli:

Dabbi Pabbi sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Dabbi Pabbi sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Hvað voða gengur þetta illa! Það sem ég vildi gera er að benda á ágæta linka um þessi mál:
http://blip.tv/file/791876
og
http://www.realclimate.org/index.php/archives/2008/01/what-if-you-held-a-conference-and-no-real-scientists-came/
og kalla eftir málefnalegri umræðu um málið! Takk.

Nafnlaus sagði...

Froskurinn upplifði ekki heldur nein vandræði þegar hann yljaði sér í pottinum meðan vatnið var að hitna.... Hann uppgötvaði síðan fullseint að hann var á menu kvöldsins í Gourmet restaurantinum...

Nafnlaus sagði...

"Ég er ekki að upplifa heimsendi"

Hvernig myndi þetta hljóma á íslensku?

Einar sagði...

Greinilegt að illa gengur fyrir sumt fólk að gera greinarmun á gríni og alvöru.

Loan Offer. sagði...

Þarftu neyðarlán? við bjóðum upp á lán með 2%, við bjóðum upp á skuldasamstæðu lán, viðskiptalán, einkalán, bílalán, hótellán, námslán, persónuleg lán Endurfjármögnunarlán fyrir heimili, nánari upplýsingar Tölvupóstur: (dakany.endre@gmail.com)

Brýn lántilboð.

Nafnlaus sagði...

Þarftu neyðarlán til að greiða niður skuldir þínar eða hlutafjárlán til að bæta viðskipti þín? Hefur þér verið hafnað af bönkum og öðrum fjármálastofnunum? Vantar þig samþjöppun lána eða veð? Ekki leita lengra, því við erum hér til að setja öll fjárhagsvandamál þín á bak við okkur. Hafðu samband með tölvupósti: {larrybright424@gmail.com Við bjóðum upp á lán til hagsmunaaðila á sanngjörnum vöxtum, 2%. Bilið er frá 5.000.00 evrur til 100.000.000.00 evrur.

Króna/EURO