miðvikudagur, 2. apríl 2008

Ósanngirni fækkað

Já nú er komið fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Afnám stimpilgjaldanna á hins vegar einungis að ná fram til hóps einstaklinga sem eru að eignast sína fyrstu íbúð. Er það öruggt að fólk sem kaupir sína aðra íbúð sé burðugra til að greiða ósanngjarna skatta?

Almennt voru stjórnmálamenn sammála fyrir kosningar um að gjaldtakan væri ósanngjörn í mesta lagi, gagnvart öllum lántakendum. Fyrir mér verður gjaldtakan ekkert sanngjarnari þótt hluti skattgreiðanda sleppi við hana. Þetta er ótrúlega vitlaus tilraun til að réttlæta fáránlega skatttöku. Í prinsippinu er gjaldtakan jafn ósanngjörn, þótt örlítið færri verði fyrir barðinu á henni.

....og hananú.

Engin ummæli:

Króna/EURO