mánudagur, 14. apríl 2008

Engin geimvísindi

Hér skrifar Atli Rúnar Halldórsson, almannatengslafulltrúi hjá Athygli, um þær fréttir að Austfirðingar muni festa kaup á bornum sem var að klára í Kárahnjúkum.

Þar sem hann er almannatengslafulltrúi, þá trúir hann því að hann hafi einhverjar meiri og betri upplýsingar um borinn heldur en aðrir. Kannski af því hann tók þátt í að skipuleggja einhvern fyrirlestur um borverkefni. Atli er kannski góður í að bjóða í kaffi og snittur og skrifa fréttatilkynningar - en um verklegar framkvæmdir veit hann greinilega ósköp lítið.

Hann Atli lætur líta út fyrir að það að bora í gegnum fjall séu einhver geimvísindi. Ég get staðfest að það að bora í gegnum fjall eru engin geimvísindi, heldur mikil og vandasöm vinna. Atli trúir því líka að enginn geti stjórnað bor nema Kínverskir undirlaunaðir verkamenn - sem höfðu aldrei séð jarðgöng áður en þeir komu til Íslands.

Engin ummæli:

Króna/EURO