fimmtudagur, 30. apríl 2009

1. maí áminningin

1. maí 2009 er í mínum huga áminning um hversu gagnslaus verkalýðshreyfingin á Íslandi er orðin. Starf verkalýðsleiðtoga og starfsmanna snýst að mestu leyti um að halda utan um sjóði. Þá erum við að tala um orlofshúsasjóði, sjúkrasjóði, veikindasjóði, verkfellssjóði, framkvæmdasjóði, lífeyrissjóði og svo mætti lengi telja. Hjá verkalýðsfélögunum starfar sárafátt hugsjóna- og baráttufólk sem vinnur að hagsmunum launþega. Þannig hefur þróunin einfaldlega verið. Frekar mætti segja að hjá verkalýðsfélögunum starfi fólk sem hefur það í verklýsingu sinni að halda utan um gríðarmikið inn- og útstreymi fjármuna sem dregnir eru af launum fólks sjálfkrafa allt árið.

Verkalýðsforingjar hafa svo flestir hverjir afsalað sér samningsrétti og jafnvel mótmælarétti gagnvart samtökum atvinnurekenda. Afsalað sér samningsrétti til ASÍ sem hefur það alls ekki á stefnuskránni að ná fram launa- eða kjarahækkunum, heldur öllu frekar hefur ASÍ gefið það út að laun beri að lækka eftir mesta verðbólguskot síðari ára - og stefna að aðild að Evrópusambandinu.

Auðvitað get ég verið sammála því að Evrópusambandið er gott mál. En ég lýsi frati í þá hreyfingu sem á að vinna algjörlega ópólítískt að því markmiði að hækka kjör félagsmanna sinna, en ekki afsala sér samningsbundnum launahækkunum.

Ég verð því að segja sem er að verkalýðsforystan er algjörlega stöðnuð, óheilbrigð og hefur fjarlægst upphafleg markmið sín nánast að fullu. Aðalhlutverk verkalýðsfélaga getur varla verið að plástra heilbrigðiskerfið með styrkjum og eiga sem mest af fasteignum....

1. maí er því þörf áminning til verkafólks í landinu - sem ætti alls ekki að klappa lófum saman undir yfirborguðum ræðum verkalýðsforingja á morgun.

og hana nú.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Það verð ég að segja að sjaldan hefi ég lesið annað eins bull. Það er greinilegt að þarna talar maður sem aldrei hefir starfað í stéttarfélagi og aldrei þurft að leggja neitt á sig í kjarabaráttu.
Þarna talar maður sem hefur verið áskrifandi að kjörum sínum en hefur aldrei þurft að leggja neitt á sig til þeirra. Íllt er það allt og bölvað og skítt veri með það og svei því. Skammastín bara.

Nafnlaus sagði...

Allt satt og rétt sem hér hefur verið sagt.
Og ekki orð um það meir.

Nafnlaus sagði...

Og þá á ég við verkalýðsmafíuna.
Samansafn manna sem nenna ekki að vinna venjulega vinnu.

Nafnlaus sagði...

Það er margt sem þú segir sem er rétt, en þetta er ekki alveg svona svart og hvítt við eum mörg þarna af hugsjón.

http://agustg.blog.is/blog/agustg/entry/867790/

kv.
Ágúst

Einar sagði...

Sigtryggur! Góður! Áskrifandi að kjörum mínum! Sæll!

Króna/EURO