laugardagur, 23. janúar 2010

Tilgangsminni Páll

Til hamingju Páll. Þér hefur loksins tekist að leggja niður svæðisbundnar útsendingar á landsbyggðinni. Í þriðju tilraun hefur þér tekist það - ódámur.

Um var að ræða einhverja bestu þjónustu sem Rúv hefur veitt til íbúa í mínum landsfjórðungi, hið minnsta. Þess ber að geta sérstaklega að hlustun á Svæðisútvarp Austurlands var mikil, og óvíst að hlutfallsleg hlustun verði nokkurn tíma aftur svo mikil á útvarp hér á landi.

Svæðisútvarp Rúv hafði veigamikinn tilgang á Austurlandi. Því fækkar sem hefur tilgang á vegum Rúv undir þinni stjórn Páll - einkennilega mikið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég glöð að það er verið að loka héraðsútvarpinu.Það þjónaði engum nema héraðinu.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst ömurlegt að svæðisútvarp sé lagt niður. Þó ég sé Reykvíkingur þá finnst mér svo skemmtilegt að heyra í fólki sem er á staðnum, að segja fréttir.

Nafnlaus sagði...

Þú hefðir þá væntanlega frekar viljað leggja niður störf í Reykjavík, eða hvað? Áttu ekki að þakka ríkisstjórnarflokkunum fyrir að skerða RÚV-skattinn?

Einar sagði...

Auðvitað hefði ég frekar viljað halda þessum störfum. Enda stóðu þau undir sér að stóru leyti með auglýsingasölu á Austurlandi. Tekjumissir verður á móti þessum "sparnaði" - þannig að þetta er í besta falli vafasamur sparnaður.

Króna/EURO