Vonandi förum við að tala um alvöru pólitík í framhaldinu. Um aðskilda kosningu framkvæmda- og löggjafarvalds og að leggja niður forsetaembættið. Forsætisráðherrabústaðurinn gæti hæglega orðið Bessastaðir. Vilji menn halda í svokallað sameiningartákn, þá væri auðveldlega hægt að kjósa fjallkonu til fjögurra ára í senn og gæti hún verið til sýnis í Kringlunni, Smáralind, Glerártorgi og Krónunni á Reyðarfirði til skiptis.
Öll umræða og ákvarðanir um að breyta löggjöf um lánakerfi landsmanna hlýtur að vera á næsta leyti. Tveir stórir bankar komnir úr ríkiseigu, og meira að segja enginn veit hver á þá. Því frábært tómarúm til að klára verkefnið á nokkrum mánuðum.
Hvar er annarss þessi heildarendurskoðun á stjórnarskránni?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli