laugardagur, 2. janúar 2010

Óskar á Bessastaði?

Við vitum það sem viljum vita það að ÓRG er aðeins að performera í leikriti sem brátt tekur enda. Enginn mun klappa hann upp eftir að hann hneigir sig svo virðulega á Bessastöðum eftir að hafa undirritað nýjustu lögin frá Alþingi, eftir "rækilega" umhugsun og "gáfulega" niðurstöðu. Nei hann mun engann óskar fá sendan frá Hollywood eftir það leikrit.

Vonandi förum við að tala um alvöru pólitík í framhaldinu. Um aðskilda kosningu framkvæmda- og löggjafarvalds og að leggja niður forsetaembættið. Forsætisráðherrabústaðurinn gæti hæglega orðið Bessastaðir. Vilji menn halda í svokallað sameiningartákn, þá væri auðveldlega hægt að kjósa fjallkonu til fjögurra ára í senn og gæti hún verið til sýnis í Kringlunni, Smáralind, Glerártorgi og Krónunni á Reyðarfirði til skiptis.

Öll umræða og ákvarðanir um að breyta löggjöf um lánakerfi landsmanna hlýtur að vera á næsta leyti. Tveir stórir bankar komnir úr ríkiseigu, og meira að segja enginn veit hver á þá. Því frábært tómarúm til að klára verkefnið á nokkrum mánuðum.

Hvar er annarss þessi heildarendurskoðun á stjórnarskránni?

Engin ummæli:

Króna/EURO