þriðjudagur, 5. janúar 2010

Útvarp hefur mismunandi áhrif

Byrjaði daginn á morgungjöf, og að pikkfesta mig úti á túni í "afskaplega" miklum snjó. Hitti svo mun síðar fyrir leigusala minn, bóndann á Úlfsstöðum, sem réði sér ekki fyrir kæti. Jú hann hafði hlustað á útvarpið kl. 11:00, og líkaði vel við niðurstöðu kollega síns á Bessastöðum. Ég hlustaði á sama þátt í útvarpinu og komst ekki í sama vímuástand af inntöku tíðindanna. Varð frekar meir hugsi. Fór að spá í því fyrir alvöru hvort ég mun segja JÁ eða NEI. Ég hallast frekar að JÁ, a.m.k. í kvöld.
_________

Rökin um að forsetinn sé að skipta sér af utanríkismálum eru vinsælust meðal andstæðinga þjóðaratkvæðisgreiðslunnar. Að mínu viti er klárlega innanríkismál hvort íslenskir skattborgarar standi skil á slíkri upphæð. Mál sem hefur áhrif á efnahag þjóðarinnar til næstu tveggja áratuga hlýtur að vera að stórum parti innanríkismál. Þess vegna leka rökin vatni.

_________

Í kvöld mætti Þráinn Bertelsson í Kastljós, ásamt hinum formönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Flestir við borðið hringhvolfdu augunum meðan hann talaði. Ég treysti mér ekki til þess að hringla augasteinum - þar eð ég skildi ekki hvað hann var að fara.

_________

Vantar sárlega öflugan talsmann Íslendinga í Evrópu, til þess meðal annars að útskýra ICESAVE málið fyrir erlendu pressunni, og hvað veg það hefur ratað á Íslandi. Nokkrir punktar sem mætti koma áleiðis eru t.d. "We have already approved to pay for the mess of EU legislation."

_________

Sigmundur Davíð hefur veikst talsvert sem formaður Framsóknarflokksins undanfarin misseri. Líklegt er að hann fái mótframboð á næsta landsþingi Framsóknar. Áramótaskaupið hefur í ofanálag opnað augu margra. Legg til að Sigmundur fari nú þegar til Kanada að leita lausnar á millaríkjadeilum.

Engin ummæli:

Króna/EURO