föstudagur, 4. apríl 2008

Bíttað með fundi og mótmæli

Orðið í sveitinni segir að vörubílstjórar á Egilsstöðum séu að spá í að hætta við að loka aðgengi að flugvellinum á Egilsstöðum á morgun. Þar á samgönguráðherrann Kristján Möller að vígja viðbyggingu flugstöðvarinnar við afar hátíðlegt tækifæri.

Orðið í sveitinni er jafnframt það að ef þeir hætti við að loka leiðinni að flugstöðinni, sé það vegna þess að samgönguráðherra vilji funda með þeim um olíuverðið. Staðan sé sú að þeir séu tilbúnir að selja mótmælin fyrir fund með Möllernum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Möllerin sagði væntanlega að hann ætlaði að skoða þessi mál?

Góður fundur og árangursríkur?

Króna/EURO