þriðjudagur, 15. apríl 2008

Grænn salem

Hvílíkur djöfull fjandans dópið er, og ekki síður reyktóbak.

Raunsönn baráttusaga reykingamanns:

Laugardagur kl. 12:00 - Síðasta Salempakkinn kláraður.
Laugardagur kl. 12:30 - Fyrsta nikótíntyggjóplatan smökkuð.
Laugardagur kl. 14:00 - Fleiri tyggjóplötur smakkaðar.
Sunnudagur kl. 07:00 - Sviti, óróleiki og vaknað án vekjaraklukku.
Sunnudagur kl. 07:01 - Tyggjóplata í kjaftinn.
Sunnudagur kl. 09:00 - Geðsveiflur.
Sunnudagur kl. 10:00 - Farið í reiðtúr til að dreifa huganum.
Sunnudagur kl. 12:00 - "Minningar" um bóhemíska góðlátlega reykjarlykt.
Sunnudagur kl. 00:00- Jæja, þetta hafðist í dag.
Mánudagur kl. 07:00 - Er miklu dýrara að tyggja en reykja?
Mánudagur kl. 07:30 - Ef ég borða 3 diska af Cheerios gæti þetta gengið betur.
Mánudagur kl. 08:00 - Og kannski tvo banana.
Mánudagur kl. 09:40 - Eru allir fávitar nema ég?
Mánudagur kl. 09:41 - Það tekur eina mínútu að skreppa í sjoppu.
Mánudagur kl. 09:42 - Best að kaupa líka kveikjara.
Mánudagur kl. 09:43 - Tóbaksfíkn stjórnar lífi mínu.
Mánudagur kl. 17:00 - Hvað á ég að segja konunni?
Mánudagur kl. 17:01 - Ég hefði ekki átt að segja henni það.
Mánudagur kl. 17:02 - Ég skil af hverju sumir reykja í laumi fyrir konunni.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nú gott að það er ekki erfitt að hætta að nota reyktóbak ;)

Nafnlaus sagði...

schnilld...
p

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Mér finnst ég þekkja þetta af reynslunni :D

Nafnlaus sagði...

Frábært að lesa þetta í þunglyndinu, á 2ja mánaða reykleysi-ammælinu... Þetta verður auðveldara eftir því sem tíminn líður....
Mæli með reyklaus.is

Nafnlaus sagði...

www.neversmokeagain.com

Virkaði ágætlega fyrir mig. Hafði hætt í nokkur tuga skipta og var eiginlega búinn að gefa upp von.
3 mánuðir og 17 dagar komnir.
Er eiginlega hættur að hugsa um þetta.

Smá freistingarkafli í kringum 3 mánuði en maður stóð sig með hjálp þulunar (sjá vefslóð).

Króna/EURO