mánudagur, 25. janúar 2010

Þegar skýrslan kemur?

Fréttir um að Rannsóknarnefnd um íslenska Hrunið þurfi aukin frest til að skila af sér skýrslu sinni eru ákveðið "áhyggjuefni". Getur skýrslan orðið rótin að öflugri seinni bylgju íslenskra mótmæla? Verður hún grunnurinn að mótmælabylgju sem breytir íslenskum stjórnmálum og stjórnarháttum frá fjórflokknum í átt að einhverju allt öðru? Sú seinni bylgja væru sterkari mótmæli og meira upplausnarástand en við höfum áður séð í íslensku þjóðfélagi.

Nú getur biðin ein skorið úr um nákvæmlega hvað nefndarmenn eru að tala um á fréttamannafundum og hvað hefur verið svo pirrandi að heyra um og átta sig á.

Hvað er það sem stendur í skýrslunni sem almenningur þarf tvo til þrjá daga til að lesa, skilja og sætta sig, eða ekki sætta sig við?

Mun nefndin fara fram á aukin viðbúnað lögreglu þegar skýrslan verður loks birt? Þessarar spurningar hefðu blaðamenn mátt spyrja.

Er ég kannski of dramatískt þenkjandi?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Núverandi varaformaður SjálfstæðisFLokksins heitir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Hvað segir þetta okkur um FLokkinn ?

Hvað segir þetta okkur um þjóðfélagið ?

Er hugsanlegt að ástandið sé ekki alveg heilbrigt ?

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Tryggvi sagði...

er ekki nær að segja ef skýrslunni verður einhverntíman lekið EKKI virðist vera hjá þessu fólki neinn vilji til neins annars en tryggja stöðosína

Nafnlaus sagði...

Held við ættum að anda með nefinu. Það er svolítið eins og athyglissýkin hafi náð taki á Tryggva tárvota í nefndinni. Minnir mig á þegar verið er að „hæpa“ upp dýra kvikmynd, dýra bók eða söluvænt lag. Kitla eftirvæntinguna. En hér þarf þess ekki. Verkefni nefndarfólksins er að setja saman rannsóknaskýrslu um örlagaríka atburði. Þau fá tækifæri til að eyða á þá þúsundum orða. Best þau einbeiti sér að því að ljúka verki sínu eins fljótt og auðið er og láti svo aðra um að meta útkomuna. Dramalaust.

Króna/EURO