sunnudagur, 24. janúar 2010

RÚV brýtur þjónustusamninginn

Ríkisútvarpið, með Pál Magnússon í fararbroddi hefur gert sig sekt um samningsbrot við íslenska ríkið:

"RÚV skal bjóða upp á svæðisbundnar útsendingar á efni, þ.m.t. fréttir, menningu, afþreyingu
og listir til að þjóna betur ibúum á landinu öllu."

Þetta stendur í þjónustusamningi milli Menntamálaráðuneytisins og Rúv ohf. frá 23. mars 2007. Undir hann skrifa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra og Páll Magnússon, ennþá útvarpsstjóri.

Rétt skal vera rétt.

Ætlar Páll Magnússon ekki að uppfylla þennan einfalda samning sem hann skrifaði sjálfur undir? Eða er leyfilegt að brjóta gerða samninga árið 2010? Gildistími samningsins er út árið 2012.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig skyldu efndir á samningi Páls Magnússonar, Þórhalls Gunnarssonar og Björgólfs Guðmundssonar standa ?
Kunna þessir menn að fara eftir samningum ?
Páll Magnússon veldur engan veginn þessu starfi sínu. Hef ekki burði í það.
Alma Jenný Guðmundsdóttir

Nafnlaus sagði...

Sæll!

Það má vera að þessi þjónustusamningur segir eitt og annað. En hún er leið meinlokan um nauðsyn svæðisútvarps. Hún var dragúldin og dauð kanínan sem Björn Bjarnason dró uppúr sínum pípuhatti þegar hann þóttist fá hugmynd, svona eins og from the top of his head, þess efnis að rétt væri að flytja Rás 2 til Akureyrar. Liður í einhverju kjördæmapoti og lýðskrumi. Þetta lýsir einkennilegri sýn á fjölmiðlun, eins og fjölmiðill sé í eðli sínu einhvers konar talsmaður tiltekinna landsvæða?! Manninum á Raufarhöfn á að koma fréttir jafn mikið við og þeim sem býr í Reykjavík. Fjölmiðill er best kominn þar sem flestir eru - í návígi við þar sem helstu tíðinda er að vænta. Þú áttar þig á því að höfuðstaður norðurlands er ekki Akureyri heldur Reykjavík?

Kveðja,
Jakob

Einar sagði...

Sæll Jakob,

rétt skal vera rétt - eða hvað?

En hvað varðar fréttasýn þína, þá hefur verið talið að fréttum af landsbyggðinni sé best komið í svæðisfréttamiðlum þar sem þegnar utan svæðisins í borgríkinu þurfa ekki að pirra sig á að heyra þær - eða tala þær út úr miðlunum þar sem þeim kemur einfaldlega ekki við hvað fer fram á fámennari svæðum landsins.

Bein útsending frá prófkjöri Sjálfstæðiflokksins í Reykjavík er ágætis dæmi um frétt í sjónvarpinu, hún var afar sjálfsögð. Við hefðum ekki viljað pirra þig Jakob á fréttum um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð - mál sem varðar okkur hér, en kæmist ekki í heimsfréttatíma útvarps eða sjónvarps RÚV.

...og þjónustusamningurinn er enn í gildi.

mbk
Einar.

Króna/EURO