mánudagur, 11. janúar 2010

Smá klám-misskilningur

Konan mín kemur inn í stofu og spyr: "Einar, viltu horfa á klám."

Heyrðist mér.

Ég hvái. Enda ekki vanur svoleiðis ósóma.

Hvað meinarðu? "Klovn er að byrja í sjónvarpinu!! Hvað hélstu að ég hefði sagt?!"

Svona er að vera með "skapandi" heyrn. Ákvað að horfa á danska trúðinn.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Ég bý í Dk og sagði einmitt íslendingunum hérna úti fyrst eftir að ég flutti að ég horfði mikið á klám!

Það væri svo gott að læra dönskuna af þessu, og svo væri þetta klikkað fyndið!

Nafnlaus sagði...

bróðir minn heyrði þetta líka svona um daginn haha

djöfulli fór frank meðða í þættinum annars

Esther sagði...

Sami misskilningur hér á fyrir nokkru: http://www.raudhausar.com/esther/?p=1729

Króna/EURO