sunnudagur, 10. janúar 2010

Vagga austfirskrar menningar

Skrapp í bíó í kvöld. Kannski ekki í frásögur færandi, nema að bíóferðin var farin til Seyðisfjarðar - vöggu austfirskrar menningar. Filman innihélt stórmyndina Bjarnfreðarson, sem var ágæt. Líður eins og kjána að hafa ekki uppgötvað kvikmyndahúsið á Seyðisfirði fyrr en nú. Sannast það fornkveðna að stundum er lengra til Seyðisfjarðar, en frá Seyðisfirði. Allt eins og að oft er lengra frá RVK til AK, en frá AK til RVK, í praxis.

4 ummæli:

Björgvin Valur sagði...

Vegurinn til Seyðisfjarðar lengdist eftir að ÁTVR opnaði verslanir víðar á Austurlandi.

Einar sagði...

Það ku rétt vera Björgvin, :) nauðsynleg söguáminning!

Birkir sagði...

Lengdist? ég er nokkuð viss um að hann tvöfaldaðist.

Unknown sagði...

Þeir eiga heiður skilinn fyrir bíóið "fjórðungar" okkar á Seyðisfirði.

Króna/EURO