mánudagur, 10. desember 2007

Blaðamannaelíta Austurlands rekin út af Hótelinu

Stór hluti blaðamannaelítu Austurlands var staddur á Hótel Héraði í gærkvöldi. Partur af Elítunni hafði áfengi um hönd, meðan hinn hluti hennar drakk kóka kóla, öðru nafni sykurleðju með svörtum matarlit. Umtalsefni voru aðallega bókmenntir, og það austfirskar bókmenntir.
Á ákveðnum tímapunkti var stórum hluta viðstaddra farið að hungra til tóbaksreykinga. Þar sem að þjónustan á umræddu hóteli er tilviljanakennd og lítið um starfsfólk á barnum, tók einn blaðamaðurinn til bernskubreka, með þessum orðum "Ég alltaf verið á móti reglum," við þau orð kveikti hann sér í einni grænni Salem sígarettu við undrun viðstaddra. Því reykingar eru að sjálfsögðu bannaðar jafnt á barnum á Hótel Héraði sem öðrum börum landsins. Eftir drykklanga stund hafði öll blaðamannaelíta Austurlands smitast af reglubrjótnum og hafði fengið afnot af grænum salem pakka reglubrjótsins.
Þarna sat semsagt stór hluti blaðamannaelítu Austurlands og reykti tóbak í trássi við lög og reglur inn á virtasta bar bæjarins. Þegar að hópurinn hafði reykt tvær sígarettur á mann varð loks uppi fótur og fit meðal starfsmanna staðarins. Tóbaksreykur lék um húsakynni hótelsins og pólskættuð afgreiðslustúlka vatt sér að gestum sínum og sagði með pólskum hreim: "Even I don´t speak Icelandic, I know smoking is totally forbidden at bars and restaurants." Vakti það mikla undrun viðstaddra, og yppti blaðamannaelítan öxlum, rétt eins og þessi regla væri þeim gjörsamlega ókunn. Við það stóð.
Að vörmu spori kom svo íslenskur kvenmaður, allskapmikill og byrsti sig við elítuna sem sat all skömmustulegri undir vel völdum ekta íslenskum reiðipistli. Þetta íslenska kjarnakvendi lét að svo búnu ekki afsökunarbeiðni blaðamannana yfir sig ganga og rak þá hispurslaust út í frosthörkurnar af miklum aga. Út af Hótel Héraði skildu þeir fara, með skömm. Við það búið hélt elítan heim á leið allskömmustuleg á svip.
Lítillega fært í stílinn.

Engin ummæli:

Króna/EURO