þriðjudagur, 11. desember 2007

Drasl

Ég les alltaf íþróttafréttir í blöðunum og hef gert síðan ég 8 ára. 11 ára gamall byrjaði ég að bera út moggann, og ég las alltaf íþróttafréttirnar á forstofugólfinu áður en ég lagði af stað til að bera út blöðin. Þetta gerði ég í 5 ár. Síðan þá hef ég alltaf lesið íþróttafréttir.
Ég fékk hroll þegar ég las íþróttafréttirnar í 24stundum í dag.
Þær voru:
9 litlir stubbar þýddir af erlendum vefsíðum. 1 smáfrétt um að búið er að opna Bláfjöll og að lokum 1 frétt um að stúlkum mun vera hættara við höfuðmeiðslum í íþróttum en drengjum.
Ég á eitt orð: DRASL

Engin ummæli:

Króna/EURO