fimmtudagur, 20. desember 2007

Ég laug

Ég hagræddi sannleikanum í morgun.
Fimm ára sonur minn spurði mig: "Af hverju er ekki bara einn banki heldur margir bankar?"
Ég hugsaði mig um og svaraði: "Það er betra að hafa marga banka, því þá getur maður valið um hvar maður fær bauk til að safna peningum."
Þá spyr hann mig af hverju bankar séu til. Ég svara: "Bankar geyma peningana okkar."
Þá segir hann: "Eigum við svona mikla peninga, að það þarf að geyma þá í stærra húsi?"
og ég svara: "Já, eiginlega."
og hann segir: "Vá, hvað við eigum mikla peninga."
Eftir þetta samtal fannst mér ég ekki hafa svarað neinu réttu. Mér fannst ég ekki geta sagt honum það að pabbi hans er þræll bankans og keppist um það við hver mánaðamót að láta bankann hafa sem mest af peningum. Einnig fannst mér ég ekki geta logið að honum að bankarnir væru svo margir til þess að það væri samkeppni.

Engin ummæli:

Króna/EURO