fimmtudagur, 13. desember 2007

Nú um fermingar

Nú vill menntamálaráðherra fermingarfræðsluna út úr skólunum, út úr skólatíma.
Þetta er athyglisvert. Þegar að fermingarfræðslan er á sama tíma og annað góðmeti sem er utan skólatíma, hvað gerist þá? Þegar fermingarfræðslan verður farin að keppa við sjónvarp, tölvur, knattspyrnutíma, fimleikatíma og annað góðmeti þá er líklegt að niðurstaðan verði sú að á nokkrum árum hafi fermingarbörnum fækkað umtalsvert. Ætli það sé yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að fækka fermingarbörnum?
Þetta gæti verið slæmt fyrir kristið siðgæði í landinu. Eða hvað?

Engin ummæli:

Króna/EURO