Dæmi um foreldra með sameiginlegt forræði þar sem barn dvelur jafnstóran part úr árinu hjá báðum foreldrum. Í þessu dæmi búa þau sitthvorum megin á landinu.
Einstæð móðir með sameiginlegt forræði og sama lögheimili og barnið:
Meðlag 18.000 á mánuði = 216 þús á ári (m.v. minnsta meðlag)
Barnabætur 20 þús á mánuði mán = 240 þús á ári
Samtals plús 456 þús á ársbasis
Einstæður faðir með sameiginlegt forræði og ekki sama lögheimili og barnið:
útgreitt Meðlag 18.000 á mánuði = -216 þús á ári (m.v. minnsta meðlag)
Barnabætur 0 kr. á mán = 0 kr.
Ferðakostnaður á ári = -100 þús (hóflega reiknað)
Samtals mínus 316 þús á ársbasis
________________________________________________
Samtals munur milli foreldra = 772 þús.
Er þetta réttlátt í ljósi þess að foreldrarnir hafa sama "kostnað" af barninu, veita sama húsaskjól og bera sama kostnað af daggæslu? Hvað segir jafnréttisstofa um þetta? Eða umboðsmaður alþingis? Eða félag einstæðra foreldra?
Mér er spurn....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli