föstudagur, 14. desember 2007

Pervertísk handboltaviðtöl og HSÍ

HSÍ og nokkrir formenn félaga í hreyfingunni eru ósáttir við vefsíðuna handbolti.is þar sem að áhugamaður um handknattleik skrifar inn á kauplaust. Við hana er handknattleikshreyfingin virkilega ósátt, af því að hann gerir viðtöl og umfjallanir sem forystan telur vera fyrir neðan beltisstað. T.d. http://handbolti.is/?p=500&id=420&categoryid=9 Þó að í nokkrum viðtölum fréttamannsins við landsliðskonur Íslands megi finna pervertsískar kenndir spyrilsins, skiptir það máli?
Eiga þessir herramenn bara ekki að vera ánægðir með að einhver skuli nenna að fjalla um íþróttina í staðinn fyrir að reyna að ritstýra henni með frekjusímtölum og hótunum.
Handknattsleiksforystan fer hamförum þessa dagana með dramadrottninguna Einar Þorvarðar í fararbroddi. Þjálfarar sem tjá sig í hita leiksins eru dæmdir í langt keppnisbann án fordæma fyrir eitthvað sem þeir eiga að hafa sagt í viðtölum við fjölmiðla. Þar sem menn vilja meina að þjálfarar smáni íþróttina með einhverjum ummælum. Shit. Leyfun þjálfurunum að segja það sem þeir vilja, meðan það kemur handboltanum í fréttir.
Handknattleiksforystan hefur ekki verið öflug undanfarin ár, og hefur ekki tekist að gera úrvalsdeildirnar í handknattleik að því fréttaefni sem þær eiga að vera. Loks þegar þær komast í umræðuna fyrir krassandi ummæli þjálfarana þá er þeim snýtt með því að setja þá í keppnisbann.
Svo verður bara að segjast eins og er, að meðan HSÍ leggur ofuráherslu á landsliðið verður uppgangur deildarkeppninnar ekki mikill. HSÍ tekur m.a. alla bestu styrktaðilana frá félagsliðunum, í staðinn fyrir að hafa einn stórann, þá hafa þeir 18 styrktaraðila. HSÍ reddaði styrktaraðila fyrir úrvalsdeildina á síðustu stundu í haust, varla er hægt að gera góðan samning á síðustu stundu.
Til þess að handbolti fái umfjöllun þá þarf einfaldlega að taka saman fyrir fréttamenn áhugavert umfjöllunarefni. Eins og t.d. hver er markahæstur? Hver tapar flestum boltum? Hver skorar mest úr hraðaupphlaupum og svo framvegis. Þetta veit enginn blaðamaður hér á landi, og mun ekki vita. Það eru tildæmis ekki margir landsmenn sem vita hver var markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í fyrra.

Engin ummæli:

Króna/EURO