mánudagur, 17. desember 2007

Draumabækur

Jólabækur sem ég væri tilbúinn að fá:
1. Ævisaga Davíðs Oddssonar, hispurslaus frásögn af stjórnarráðsdögum Davíðs og bernskunni. Dagur B. Eggertsson skrásetur, útgefandi Hrafn Gunnlaugsson.
2. Dómsdagur, hvernig verður Ísland mesta eftirlitssamfélag í heimi? Eftir Björn Bjarnason, útgefandi: Dómamálaráðuneytið.
3. Niðurrif Kárahnjúkavirkjunar, ljósmyndabók. Ljósmyndir frá niðurrifi virkjunarinnar. Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttir. Útgefandi: Jakob Frímann.
4. Aumingja ég. Pólítískur ferill Kidda Sleggju. Eftir Jón Magnússon. Útgefandi: Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, með stuðningi atvinnuþróunarfélags Vesturlands.
5. Ræðan langa. Ein ræða Steingríms Joð frá tímum óbreyttra þingskapa. Skrásett af www.althingi.is Útgefandi: Sturla Böðvarsson.
6. Ég má líka fara í útrás, eftir Össur Skarphéðinsson. Útgefandi: Hannes Smári.
7. Vín, bjór og sterk vín. Íslensk vínmenning í 2 ár. Eftir Sigurð Kára. Útgefandi: BónusVín ehf.
8. Surturinn. Raunsönn baráttusaga eftir Jón Magnússon. Útgefandi: Jón Magnússon
9. Bloggarinn, sagan af því hvernig ég náði milljón heimsóknum á dag, eftir Stefán Friðrik Stefánsson. Útgefandi: Mbl.is
10. Ég. Eftir Mig, Útgefandi: Þú

Engin ummæli:

Króna/EURO