mánudagur, 15. september 2008

Celeb göngutúr

Össur Skarphéðinsson er í stuði og skrifar skemmtilega lýsingu á því hvernig hann spígsporaði um 101 Reykjavík og tókst að hitta nokkrar "celebrities" á kortersgöngu sinni um kjördæmið. Ekki ósvipað dagbókarfærslum Matthíasar Johannessen, nema ef til vill ívíð skemmtilegra að lesa Össurinn sem vissulega hittir viðmælendur sína fyrir tilviljun.

Merkilegt samt að Össurinn skildi ekki heilsa neinum ófrægum kjósendum.... eða hefði það ekki verið jafn kúl að skrifa um það? Kannski væri ekkert spennandi fyrir hann að taka sér "celeb göngutúr" í Grafarvoginum þar sem hann hefði getað lent á spjalli við grama fjölskyldufeður sem ná ekki endum saman til að greiða fyrir nýjasta verðbólguskotið....bara að pæla.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Lífið er bara markaðssetning Einar minn ;)
Hver nennir að lesa langan lestur um hvernig hann hitti "Jón" og hann var bara hress?
Eða þegar að hann hitti "Guðmund" og hann var bara hress?
Eða þegar að hann hitti "Sigríði" og já, hún var bara hress?

Væri samt hrifnari af því að lesa hjá honum Össuri um störf hans en göngutúra, en það er nú bara þurrkuntan ég....

Króna/EURO