þriðjudagur, 23. september 2008

Mikilvægur viðmælandi

Austfirðingar kætast þessa dagana yfir því að Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði hyggist bjóða sig fram sem formaður LÍÚ. Það þykir einsýnt að hann verði formaður.

Helsti kætingurinn er sagður vera á fréttastofu svæðisútvarpsins á Austurlandi sem tekur öllum mikilvægum viðmælendum fagnandi. Þeir eru jú ekki margir staðsettir á Austurlandi sem komast í aðalfréttatíma sjónvarps - kann nú að verða breyting á. Sýnilegum verkefnum fréttastofunnar eystra mun því væntanlega fara fjölgandi.

By the way - þá eru það væntanlega engin stórtíðindi að væntanlegur formaður vill ekki ganga í Evrópubandalagið miðað við núverandi forsendur.

Engin ummæli:

Króna/EURO