þriðjudagur, 16. september 2008

Frítt í strætó fyrir Reykvíkinga á Egilsstöðum

Á Egilsstöðum er frítt í strætó. Allir Reykvíkingar geta ferðast með strætó á kostnað Fljótsdalshéraðs, á Egilsstöðum og í nágrenni. Líka námsmenn.

Í Reykjavík er frítt í Strætó fyrir Reykvíska námsmenn. Svo sendi stúdentaráð frá sér orðsendingu á dögunum til landsbyggðarsveitarfélaga á dögunum þar sem mælst er til þess að þau greiði fyrir strætógjöld nemenda sem hafa lögheimili í þessum landsbyggðarsveitarfélögum.

Ég legg til að annað hvort skuli hætt að niðurgreiða strætóferðir fyrir Reykvíkinga á Egilsstöðum. Eða að Reykvíkingar fari einföldustu og happadrýgstu leiðina - að gefa einfaldlega öllum frítt í strætó og nálgast þar með markmið sín um minn mengun, umferð og jafnvel vanskilum ungmenna á bílalánum.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jájá.. Rukkið okkur, það er bara ágætt og sanngjarnt... .þið megið líka taka flugvöllinn okkar... gjössovel... Þið eigið hann hvorteðer...

Rvk Rikki...

Nafnlaus sagði...

Mér finnst ég ekki eiga neitt tilkall til þess að sveitarfélög á Austfjörðum borgi fyrir mig í strætó.

Nafnlaus sagði...

Því fer fjarri að hægt sé að bera saman strætó á EGS og RVK.

strætóinn á EGS fer ekki upp í selskógarhverfið, truntubakkana né í hverfið á grafarbakkanum, þar með kemst maður ekki í 3 nýrri hverfi bæjarins, þar sem mestar líkur eru fyrir Reykvíking að hitta einhvern sem hann þekkir.... Þar með er strætóinn algerlega óþarfur fyrir okkur borgarlýðinn.

City of Egilsstaðir þurfa að efla strætómenninguna sína mjög, til að geta stungið upp á skiptisamningum sem þessum.....

Einar sagði...

Þið verðið náttúrulega að meta sjálf hvort þessi færsla er sett fram í kaldhæðni að af alvöru....

Nafnlaus sagði...

farðu að sofa sveitavargur

Nafnlaus sagði...

Góður punktur Einar!

Önnur leið fyrir Rvk til að fjármagna það mikla álag á strætókerfið sem stafar af landsbyggðarstúdentum gæti t.d. verið að ráðstafa hluta af fasteignagjöldum ríkisins vegna þeirra stofnana í Reykjavík sem þjónusta landsbyggðina til að borga þessa reikninga sem eru örugglega svimandi háir.
Það má ekki gleyma því að Reykjavík hefur verulegar og margvíslegar tekjur af þjónustu við restina af landinu.

kv.
Pétur Maack

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að fara í Háskólann á Akureyri, þar fá allir frítt í strætó, líka nemendur frá höfuðborgarsvæðinu. Allir eru velkomnir, enda skilja Akureyringar að nemendur frá öðrum sveitafélögum eyða námslánunum sínum þar og skila því talsverðum tekjum í samfélagið.

Króna/EURO