þriðjudagur, 9. september 2008

Martröð: Ísland – Skotland 1-4

Þar sem ég er mikill spámaður verð ég einfaldlega að spá fyrir um hvernig leikur Íslands og Skotlands þróast. Þar sem ég verð staddur á Egilsstöðum mun ég horfa á þetta í sjónvarpinu, og kannski vona ég að Valtýr Björn verði kannski ekki að lýsa leiknum í sjónvarpinu.

Þróun leiksins:

30 mín fyrir leik: Þrjú þúsund skotar mættir á völlinn og 140 Íslendingar
5 mín fyrir leik: Þjóðsöngur Íslands leikinn, og þjóðsöngur Skotlands í kjölfarið.
1,5 mín fyrir leik: Fimm þúsund skotar mættir og fimm þúsund íslenskir.
1 mín fyrir leik: Skoskir áhorfendur yfirgnæfa þá íslensku.

1. mínúta: Eiður Smári tekur miðju.
5. mínúta: Emil Hallfreðsson kemst upp vinstri kantinn og upp að endamörkum, en sending hans klikkar.
6. mínúta: Skotar skora 0-1 eftir að Kjartani Sturlusyni misteksta að kýla boltann frá.
8. mínúta: Emil Hallfreðsson kemst upp vinstri kantinn og upp að endamörkum, en sending hans klikkar.
11. mínúta: Eiður Smári fær boltann og sendir hann á samherja. Samherjinn reynir að senda aftur á Eið og mistekst.
12. mínúta: Eiður Smári vinnur boltann á miðjunni, sendir hann á samherja. Samherjinn reynir að senda aftur á Eið og mistekst.
17. mínúta: Hermann Hreiðarson fær dæmda á sig vítaspyrnu. Kjartan Sturluson leggst í hægra hornið áður skotinn hleypur af stað og rúllar honum í vinstra hornið. 0-2 fyrir Skotland.
23. mínúta: Emil Hallfreðsson kemst upp vinstri kantinn og upp að endamörkum, en sending hans klikkar.
35. mínúta: Heiðar Helguson fær gula spjaldið.
36. mínúta: Grétar Rafn Steinsson fær gula spjaldið.
37. mínúta: Hermann Hreiðarsson fær gula spjaldið.
45. mínúta: Slakur dómari leiksins flautar til leikhlés.


Hálfleiksræða Ólafs Jóhannessonar verður eitthvað á þessa leið: Ég sagði ykkur að reyna ekki að spila fótbolta heldur að kýla hann fram. Þið vitið að þið getið ekki spilað fótbolta. Ef þið viljið reyna að spila boltanum reynið þá að senda á Eið. Já og ekki senda hann aftur á Kjartan í markið, hann er bara ekki tilbúinn. OK? Já og fáið ykkur svo appelsínur og te. Dorrit ætlar að heilsa upp á ykkur eftir leik þannig að ekki ofreyna ykkur. Munið að eitt stig gegn Norðmönnum var okkar markmið í riðlinum – þetta hefur tekist.


46. mínúta: Einhver leikmaður Skotlands tekur miðju.
50. mínúta: Skotar komast upp að endamörkum, senda hann fyrir og skalla í mark. 0-3.
55. mínúta: Emil Hallfreðsson kemst upp vinstri kantinn og upp að endamörkum, en sending hans klikkar.
56. mínúta: Tvöföld skipting Íslands, Guðmundur Steinarsson og Veigar Páll koma inn í stað Heiðars Helgusonar og miðjumannsins sem heitir ekki Stefán Gíslason.
59. mínúta: Veigar Páll kemst einn í gegn eftir langt útspark Kjartans. Veigar dettur fyrir opnu marki og boltinn rúllar á stöngina og þaðan útaf.
60. mínúta: Veigar Páll nær góðu skoti beint í skeytin og út af.
64. mínúta: Skotar klúðra í góðu færi.
64. mínúta: Skotar klúðra í enn betra færi eftir hornspyrnu.
65. mínúta: Skotar spila boltanum á milli sín og skoskir háværir áhorfendur telja sendingarnar.
67. mínúta: Guðmundur Steinarsson kemst inn í sendingu og sendir boltann út af. Skoskir áhorfendur byrja aftur að telja.
69. mínúta: Ísland kemst í sókn.
70. mínúta: Skotland skora 0-4. Nei, línuvörðurinn dæmir markið af vegna rangstöðu. Líklega rangur dómur. Staðan því ennþá 0-3.
73. mínúta: Emil Hallfreðsson kemst upp vinstri kantinn og upp að endamörkum, en sending hans klikkar.
75. mínúta: Eiður Smári fær boltann. Þorir ekki að senda á samherja og missir hann.
78. mínúta: Eiður Smári fær boltann. Þorir ekki að senda á samherja og missir hann.
80. mínúta: Skotland sundurspilar íslensku vörnina og skora með skalla 0-4.
83. mínúta: Eiður Smári fær boltann. Þorir ekki að senda á samherja og kemst einn í gegn og skorar með hnitmiðuðu skoti í vinstra markhornið. Líklega óverjandi. 1-4
87. mínúta: Arnóri Guðjohnsyni skipt inn á og við það rætist langþráður draumur Eiðs og Arnórs um að spila saman. Arnór er léttur á sér.
89. mínúta: Eiður Smári fær boltann, sendir á Arnór sem kemst einn í gegn, en skoskur varnarmaður hleypur hann uppi á nokkrum sekúndubrotum og tekur af honum boltann og leikur honum út úr eigin vítateig.
90. mínúta: Guðmundur Steinarsson felldur rétt utan teigs. Aukaspyrna. Eiður tekur aukaspyrnuna og skýtur fram hjá. Hefði getað verið óverjandi.
91. mínúta: Bííb, bííb, bíib og leikurinn er búinn.

Eftir leik:
Dorrit hleypur niður á völlinn og kyssir strákana. Þeir voru jú í öðru sæti í þessum leik. Ólafur Ragnar Grímsson fer hjá sér, en ákveður að fylgja Dorrit eftir inn í búningsklefa. Þar ætlar hún að skoða tattúveringar íslenska liðsins og gefa útvöldum leikmönnum líkamsnudd. Sérvaldir ljósmyndarar fá að fylgjast með.

Sigurhátíð á hóteli íslenska liðsins. Stefán Hilmarsson syngur “Eiður splæsir kvöld". Ólafur Ragnar og Dorrit skemmta sér konunglega, það sama má segja um ráðherra íþróttamála Þorgerði Katríni, sem ákvað skattborgara vegna að bjóða ekki eiginmanni sínum með í þetta sinnið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ættir að kynna þér sálfræði Ólafs Stefánssonar og þurrka út þessa færslu, eða það sem betra væri, að víxla tölunum.

Nafnlaus sagði...

Snilldar lýsing og það sem meira er líklegri til að rætast en margar aðrar

Nafnlaus sagði...

Vá... Hlýtur að vera erfitt að finna rök fyrir hverjum andadrætti...

Einar sagði...

Þegar að bókin kemur út með sálfræði Ólafs Stef verð ég líklega fyrstur til að kaupa hana...

Þangað til verð ég að vaða í villu míns vegar... .)

Nafnlaus sagði...

Frábærlega fyndið hjá þér :)

Gott að þetta er á íslensku, annars hefðu skotar getað grætt mikið á þessari kortlagningu landsliðsins hjá þér!

Kv. Einar Solheim

Króna/EURO