þriðjudagur, 16. september 2008

Missir ManUtd sponsor?

Ég vona að mínir menn í ManUtd endi ekki eins og West Ham, þ.e. sponsorlausir. Það virðist vera hætta á því þar sem AIG, American International Group, féll um tæpt 61% á Wall Street í gær. Er einhvert stærsta samsteypufyrirtæki heims að riða til falls? Við skulum vona ekki, það væri súrt í broti að missa góðan sponsor.

Dagurinn í gær var víst versti dagurinn á Wall Street síðan 11. september 2001. *

*Reyndar fór olíutunnan niður fyrir 100 dollara í fyrsta sinn síðan í mars sem hljóta að teljast gleðitíðindi....

___________________________________

Já og svo voru það stjórnarslitin í Færeyjum....GEIR! Þetta gerist bara svona, fingrum er smellt og menn þurfa að tæma skrifborðin í stjórnarráðinu.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Slots by Pragmatic Play - AprCasino
Pragmatic Play. apr casino Pragmatic Play. Pragmatic Play. Slot septcasino.com Machine. The Dog House. Slots. 출장샵 Wild West jancasino.com Gold. Pragmatic Play. Jackpot Party. 바카라

Króna/EURO