Eftir hreint ágætis jólafrí í Þýskalandi er maður aftur mættur til starfa. Hið daglega amstur mun væntanlega taka við uppgötvunum þeim sem hugarfóstur mitt bar augum í Þýskalandi.
Þýskaland er eins og Ísland land bílanna. Þar er mikið keyrt. Hvort sem er innan bæjar eða á hraðbrautum. Ég er ennþá sannfærðari um nú en fyrr að Ísland á að eyða sem allra mest af peningum í samgöngur og menntun. Greiðar samgöngur gera ótrúlega hluti, og skapa ótrúleg tækifæri. Það verður bara að spreða eins miklu og hægt er í alls kyns samgöngur og ekki spara neitt til. Borum göng, byggjum stokka, byggjum vegamót á mörgum hæðum og höfum sem flesta akvegi tvíbreiða í báðar áttir. Þetta er niðurstaða mín frá Þýskalandi. Notum þjóðarauðinn í alltof góðar samgöngur um allt land.
Já :) ekki spurning.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli