föstudagur, 19. september 2008

Hallgrímur Kiljan

Í gær skrifaði ég þessa færslu. Hún lýsir í mjög stuttu máli áliti mínu á þætti Egils Helgasonar á miðvikudagskvöldum á sjónvarpinu. Ég gerði ekki ráð fyrir því að álit mitt á þættinum skipti yfir höfuð nokkru máli, því að þeim sem finnst gaman að horfa á bókakápur í sjónvarpi mun finnast það gaman áfram. ERGO: Álit mitt á þættinum hefur ekkert með vinsældir Egils eða Kiljunnar að gera. Hins vegar varð ég meira en lítið hvumsa þegar að ritstjóri Eyjunnar Hallgrímur Þorsteinsson hringdi í mig vegna færslunnar. Hann tjáði mér það að ég skildi hafa það í huga að Egill Helgason væri einn af starfsmönnum Eyjunnar, og gullkálfur hennar. "Svona ef þú vissir það ekki...." Í stuttu máli sagði hann mér að láta hann Egil í friði. Mér leið hálfkjánalega að fá þetta símtal - það var eins og Sigurður Kári hefði hringt í mig og beðið mig um að hafa engar neikvæðar skoðanir á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Ég varð hálf hugsi yfir þessu - og hvumsa. Ætlar Hallgrímur Kiljan virkilega að reyna að ritstýra bloggurum út í bæ? Þetta er ekki fyrsta símtalið sem ég fæ frá Hallgrími Kiljan, vegna þess að þegar ég skrifaði þessa færslu hér þá fékk ég líka símhringingu. Svar mitt var þá og verður áfram: "Ég var beðinn um að blogga á Eyjunni, ef þér líkar ekki skrif mín og ef þau henta ekki þínum "gullkálfum" þá einfaldlega kippir þú mér út af hinu heilaga sakramenti miðilsins." Mér fannst gaman á sínum tíma að óskað skildi eftir því við mig að gerast svokallaður Eyjubloggari. Skemmtilegast fannst mér að fá teiknaða af mér mynd sem birtist annað slagið á meðal hinna sérútvöldu bloggara. Ég mun halda áfram að blogga á næstunni, um hvað það verður veit nú enginn. Svona símtöl fékk ég að minnsta kosti aldrei frá Styrmi Gunnarssyni þegar ég bloggaði hjá mogganum. Kveðja Titturinn á Egilsstöðum

3 ummæli:

Axel Jón sagði...

Kemur mér ekki á óvart þessi viðhorf sem þú mætir enda hef ég enga trú á Hallgrími sem ritstjóra Eyjunnar. En það er rétt hjá honum að Eyjan væri ekki til ef Egill bloggaði ekki á Eyjunni. Eftir að Pétur hætti sem ritstjóri kemur mér ekki á óvart að lesning miðilsins muni hrapa og vefurinn verði einskonar Útvarp Saga rugl.

Nafnlaus sagði...

Því miður er þessi vefur að dala, er ekki möguleiki á að fá Pétur Gunnarsson aftur???

Nafnlaus sagði...

Sammála nafnlausum!

Hallgrímur held ég að skilji ekki eðli bloggs. Það er allavegana ekkert annað sem ég held að geti útskýrt þessa bloggritstýringu hans, því þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem hann er að gera smásmugulegar athugasemdir við skrif bloggara á Eyjunni.

Það, eða að hann hefur of mikinn tíma og ekkert betra að gera en að vera að andskotast í bloggurum? Það er allavegana ljóst að hann er ekki að ritstýra fréttahluta Eyjunnar, samanber einkennilegan fréttaflutning hennar af ýmsum málum að undanförnu, og eitthvað þarf hann að hafa fyrir stafni?

En hver sem skýringin er, þá er augljóst að hann er að skjóta sig í fótinn, því það eina sem hann áorkar með þessum undarlegheitum er að búa til neikvæða umræðu um störf sín.

Króna/EURO