fimmtudagur, 11. september 2008

Þýskt drama

Sumarið 2006 kynntist ég yndislegri þýskri konu, og við búum ennþá saman. Jólin 2006 fór ég með henni til Munchen að hitta tengdó. Það var ágætt.

Í janúar bárust okkur þó þær fréttir heim til Íslands að tengdamamma hefði sagt skilið við tengdapabba og fundið sér 35 ára gamlan mann. Hún er fimmtug. Þessi maður sem heitir Matthias gaf mér til að mynda batterísskrúfvél í jólagjöf árið 2007.

Þau hafa verið saman síðan að mestu. Þau eru nýkomin heim frá Ítalíu úr vikulangri skemmtiferð. Þriðja hjólið, systir konu minnar hún Nati fór með þeim. Svo tilkynnti Mattias systurinni við hátíðlegan kvöldverð fyrr í kvöld að hann elskaði hana, en ekki tengdamóður mína. Hún er 22 ára. Þetta fengum við allt ferskt í gegnum Skype heim til Íslands. Tæknin er yndisleg.

Ég fór að hlæja, og konan mín sló mig í öxlina – þetta fannst mér absúrd og afkáralega fyndið.

....svo spurði ég hana hvort hann Matthias væri skátengdafaðir minn eða mágur minn núna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lifir þú í þýskri sápaóperu?

Der bold und der beautiful ..?

Nafnlaus sagði...

Leitendes Licht

Nafnlaus sagði...

Hann Matthías getur alla vega ekki verið mágur þinn, er það nokkuð?? Frekar svili.

Króna/EURO