Núna er ég öruggari.
Ólafur tók aftur til starfa í gær, og nú heldur hann aftur um stjórnartaumana. Meðan hann var í fríi veiktist krónan talsvert og ljósmæður byrjuðu aðgerðir. Ég held að hann verði fljótur að kippa þessu í lag. Spái því að krónan hækki í dag.
2 ummæli:
Það er alltaf auðveldara að spá fyrir um hvert gjaldeyrismarkaðurinn er að fara tæpum klukkutíma eftir að hann opnar...pínulítið eins og að "giska" á lottótölurnar eftir útrdráttinn...
Það er rétt.....vanda mig betur næst :)
Skrifa ummæli