miðvikudagur, 24. september 2008

Að gefa það sem maður á ekki

Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingar hefur sannað að hann virðist vera algjörlega blindur á samfélagsleg málefni. Hann sér ástæðu til að benda sérstaklega á þetta í grein sinni í mogganum.


"Sóknarfæri gætu til að mynda verið í því að selja einkaaðilum Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í eigu hins opinbera. "

Þvílíkt sóknarfæri!!! Eru menn yfirleitt ekki með öllum mjalla. Þá er ég farinn að skilja stefnu Samfylkingar rétt... Hún vill þjóðnýta auðlindirnar, hirða vatnsréttindi af landeigendum og selja virkjanir einkaaðilum....!!!! Ég leyfi mér að segja HRÆSNARAR....og rökfræðilega stenst þetta ekki skoðun.

Og Helgi segir: "Líkanið að þessu er að finna í því samkomulagi sem Sjálfstæðisflokkur og Samfylking náðu í orkumálum sl. vetur,"

Jáhá....nýbúnir að ræna bændur í Fljótsdal og Jökuldal vatnsréttindum - voru einn mánuð að framleiða fyrir skaðabótum til bænda - og vilja gefa einkaaðilum arðránið. Þetta er siðblinda af versta tagi. Það er eins og nýlendustjórn Breta sér hér við stjórnvölinn.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef Landsvirkjun verður einkavædd, fylgir Kárahnjúkavirkjun auðvitað með í þeim pakka.

Rétt eins og allar símalínur og símstöðvar fylgdu með þegar Síminn var einkavæddur.

Og var það ekki Valgerður framsóknarafturbatapíka sem rændi bændur vatnsréttindum?

Rétt eins og landi undir háspennulínur?

Nafnlaus sagði...

Á þetta að vera fyndið með blinduna/sjónleysið og Helga Hjörvar?
Kjartan Valgarðsson

Nafnlaus sagði...

Tek undir spurningu Kjartans. Svarið segir til um, hvort Einar þessi er smekklaus eða siðlaus. Það er erfitt að fást við smekkleysi, en ógjörningur að lækna siðleysi.

Nafnlaus sagði...

Einhver minntist á að þetta væri bara kænskubragð hjá Helga Hjörvari, að í slíku söluferli kæmi raunverulegt virði Kárahnjúkavirkjunarinnar í ljós.

Einar sagði...

Jú mikið rétt Björgvin, það var Valgerður sem hóf þá vinnu sem Samfylkingin virðist vera að leggja smiðshöggið á.

Samfylkingin virðist þó telja að þeir hafi breytt þokkalegu sveinsstykki í meistaraverk...

Misskilningurinn hjá þér er að hvorki símalínur eða símstöðvar geta talist til náttúruauðlinda.

Þú veist líka Björgvin að ég hef skrifað um gjörninga Landsnets og upptöku lands undir háspennulínur. Þar er nú enn ein yfirgangan af hálfu nýlendustjórnvalda.

Einar sagði...

p.s. get tekið undir að fyrirsögnin er "að vera blindur" var yfir markið. Svo það komi fram þá er ég nú hálfblindur sjálfur - sjónrænt séð....

Nafnlaus sagði...

Ég legg til að í stað þess að selja virkjanir, væri hægt að bjóða út einkaleyfi ríkisins á áfengissölu. Það losar um pening í hvelli, og stjórnmálamenn eru lausir við ÁTVR hausverkinn, í bili. Hvað ætli fengist fyrir 10 ára einkaleyfi? 20 milljarðar? Með þessu einkaleyfi, fylgdu allar verslanir ÁTVR, og starfsfólk.

Króna/EURO