Hér austan heiða var mál þýsks veitingamanns sem rekur kaffihús við Breiðdalsvík á flestra vörum. Margir höfðu á orði að réttast væri að reka hann úr landi. Verkalýðsfélag Austurlands (Afl) hafði gert athugasemdir við starfsemi á hans vegum. Hann borgaði þýskum sumarstarfsstúlkum sínum jú smánarleg laun. Eitthvað á bilinu 70-80 þús. á mán. fyrir utan fæði og húsnæði.
Þýski maðurinn brást víst ókvæða við og hótaði öllu illu á skrifstofu verkalýðsins. Lét greipar sópa af skrifborðum og hótaði líkamsmeiðingum. Við skulum gleyma dólgslegum viðbrögðum þjóðverjans eitt augnablik.
Alþekkt er um allar sveitir Íslands að fengið er til vinnu við ferðaþjónustu og landbúnaðarstörf. Erlent starfsfólk sem vill söðla um og upplifa sveitarómantík eins og eitt sumar áður en það fer í áframhaldandi nám. Þýskar stelpur vinna við tamningar á sveitabæjum í staðinn fyrir frítt fæði og húsnæði, þýskir fjósamenn eru líka vinsælir. Algengt er að þeim sér borgað á bilinu 40-50 þús. á mánuði. Ég þekki líka bónda sem er með fjölda sjálfboðaliða í vinnu við að taka upp kartöflur með höndunum. Svona mætti lengi telja.
Líklega er mál þjóðverjans ekki einsdæmi. Skildi verkalýðsfélagið á Austurlandi ætla að heimsækja bændur í fjórðungnum og fara fram á leiðréttingu á kjörum erlends vinnufólks?
Þýski maðurinn brást víst ókvæða við og hótaði öllu illu á skrifstofu verkalýðsins. Lét greipar sópa af skrifborðum og hótaði líkamsmeiðingum. Við skulum gleyma dólgslegum viðbrögðum þjóðverjans eitt augnablik.
Alþekkt er um allar sveitir Íslands að fengið er til vinnu við ferðaþjónustu og landbúnaðarstörf. Erlent starfsfólk sem vill söðla um og upplifa sveitarómantík eins og eitt sumar áður en það fer í áframhaldandi nám. Þýskar stelpur vinna við tamningar á sveitabæjum í staðinn fyrir frítt fæði og húsnæði, þýskir fjósamenn eru líka vinsælir. Algengt er að þeim sér borgað á bilinu 40-50 þús. á mánuði. Ég þekki líka bónda sem er með fjölda sjálfboðaliða í vinnu við að taka upp kartöflur með höndunum. Svona mætti lengi telja.
Líklega er mál þjóðverjans ekki einsdæmi. Skildi verkalýðsfélagið á Austurlandi ætla að heimsækja bændur í fjórðungnum og fara fram á leiðréttingu á kjörum erlends vinnufólks?
3 ummæli:
Góður punktur.
Kannski hefði verið réttara að spyrja:"Hvað ætli verkalýðsfélagið hafi skipt sér af mörgum vinnustöðum, stórum sem smáum, síðustu ár?" Annar eru hæg heimatökin hjá þér Einar að spyrja mig bara í eigin persónu!
kveðja, Sverrir Albertsson, AFLi
Þetta er ekki svona persónulegt :)
Skrifa ummæli