föstudagur, 10. október 2008

Þegar Óli fór á sjóinn

Ég man óborganlega sögu af ónefndum bát á Hornafirði - svona í tilefni af líkingamáli ráðherrana.

Ólafur var ráðinn um borð á lítið fiskiskip sem kokkur. Þegar skipið kom að landi eftir fyrsta túr kallar skipstjórinn á Ólaf, víkur sér að honum, leggur höndina vinalega á öxlina á honum og segir: "Ég held það sé bara best að þú takir pokann þinn Ólafur minn." Ólafur svarar rólegur: "Það er líklega best ég geri það." 
Ólafur tók pokann sinn og hvaddi hress. 20 stundum síðar er Ólafur mættur um borð, hress og farinn að hlakka til. Kemur þá skipstjórinn og segir: "Var ég ekki búinn að biðja þig um að taka pokann þinn." Ólafur bendir á að hann hafi tekið pokann með sér heim. "Ég þvoði meira að segja úr honum. Ég er með allt hreint." Skipstórinn kímdi, og klappaði Ólafi á öxlina, sagði honum að malla eitthvað gott í matinn.
Ólafur var kokkur í heilt sumar. Hann var svo rekinn þegar hann var grunaður um að míga í súpuna. Það sannaðist aldrei á hann. Áhöfnin át óætan mat í heilt sumar.

_______________________________

Annars er ég ekki hissa á að elsku Darling hafi misskilið Árna Matthiessen ef hann hefur talað við breska ráðherrann á svipaðan hátt og íslensku þjóðina:

"Öll él styttir upp um síðir Herra Darling."
"Við erum hérna að reyna að slökkva eldinn Herra Darling."
"Leki er komin að skipinu Herra Darling."
______________________________

Eírkur Bergmann skrifar "Förum í hart". Hann vill fara í hart PR-stríð við Breta. Djöfull væri það fínt fyrir íslenska og ábyrgðarlausa stjórnmálamenn. Fjölmiðlar gætu þá gleymt því sem raunverulega skiptir máli - sem er getuleysi ríkisstjórnar Íslands.

Engin ummæli:

Króna/EURO