miðvikudagur, 8. október 2008

Ég vil sjá blóð

Það er ekkert annað hægt en að fíla sig dálítið stjúbbidd. Aldrei áður og aldrei aftur, þannig einhvern veginn er líðanin hjá almúganum. Sauðsvörtum almúganum.

Ég er svona einhvern veginn að bíða eftir að vakna upp, svona eins og þetta hafi verið vondur draumur. Að hér sé ekki allt í hers höndum. En liði mér virkilega betur ef ekkert hefði gerst og Össur Skarphéðinsson væri í Abu Dhabi að stefna að orkuútrás Landsvirkjunar, að Geir H. Haarde sæti inn á kontor í stjórnarráðinu með fæturna uppi á borði, nagandi blýant bíðandi eftir að "rétta stemmingin" myndist til að einkavæða Landsvirkjun, að Ingibjörg Sólrún væri einhvers staðar óuppskorin í Washington að safna atkvæðum??? Kannski liði mér betur, en þó alltaf með það á tilfinningunni að eitthvað væri ekki í lagi.

Sökudólgarnir eru víða, já og þeir verða líklegast leitaðir uppi. Hvenær er akkúrat betri tími en einmitt núna.

- Ég vill sjá blóð í lítratali af öllum blóðflokkum.

- Ég vill sjá Geir H. Haarde með tárin í augunum biðjast afsökunar á að hafa verið sofandi í nokkur ár í stjórnarráðinu.

- Ég vill sjá fullt af bankastjórum rekna - já alla þá sem nú vinna hjá ríkinu. 

- Ég vill sjá dýralækninn í fjármálaráðuneytinu taka til starfa sem héraðsdýralæknir á Langanesi. 

- Ég vill sjá iðnaðarráðherra með naglakul af kulda reyna að veiða sér urriða í soðið í Þingvallavatni. 

- Ég vill sjá dómsmálaráðherra sem óbreyttan lögreglumann í lögreglunni á Suðurnesjum. 

- Ég vill sjá Björgvin G. Sigurðsson gráta í fangi móður sinnar. 

- Ég vill sjá Guðlaug Þór hafa það ævistarf að reyna að bjarga körfuknattleiksdeild Fjölnis frá gjaldþroti. 

- Ég vill sjá Ingibjörgu Sólrúnu auglýsa WC hreinsi í sjónvarpinu út árið 2024. 

- Ég vill sjá Þórunni Sveinbjarnardóttir á lyftara hjá Alcoa Fjarðaáli. 

- Ég myndi þola að sjá Jóhönnu Sigurðardóttir fara á eftirlaun.

- Ég veit að Einar K. Guðfinnsson gæti fengið pláss á kvótalausum bát gerðum útfrá Stöðvarfirði. 

- Jón Ásgeir sæi ég fyrir mér vinna á kassa í Krónunni.

- Þorgerður Katrín gæti fengið starf við Fjármálaráðgjöf heimilana.

- Lárus Welding sæi ég fyrir mér í Dressmann auglýsingum í Noregi.

- ........og svo miklu miklu miklu fleiri......

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég vil (ekki vill)

Einar sagði...

æj takk :)

Nafnlaus sagði...

Hvar er Árni Mathiesen? Er hann enn í aftursæti Davíðs með barnalæsinguna á hurðinni?

Einar sagði...

Hann er dýralæknirinn...

Nafnlaus sagði...

Ekki gleyma öllum eignum útrásavíkingana.

Ríkið tekur allt draslið upp í skuld, selur það og dreifir því jafnt á meðal þjóðarinnar. (þ.e. ef einhverju er að skipta)

Nafnlaus sagði...

Það vita flestir, en ég meina í fúlustu alvöru hvar er maðurinn, er hann ekki á landinu? hvenær sást hann síðast?


en ég er nokkuð sammála þér,ég vil sjá blóð

Nafnlaus sagði...

Ekki veit ég hvað þú hefur á móti fólkinu á Langanesi. Veit ekki til þess að það hafi gert neitt af sér sem kalli á þvílíka refsingu sem þú ert að fara fram á.

Nafnlaus sagði...

Næstum því alveg sammála....ég vil sjá Gulla þór, skúra gólfin á Eir hjúkrunarheimili....á nóttinni, svo gamla fólkið verði ekki hrætt ;(

Nafnlaus sagði...

hmmm,
Getum við séð Magga Ármann fyrir okkur skammta á diska í mötuneytinu í ME?
Fær hann að grípa í pool og veðja?

kv.
Pétur Maack

Nafnlaus sagði...

Einar, ekki gleyma sagnfræðingnum í Viðskiptaráðuneytinu !

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

Króna/EURO